Sýnir færslur með efnisorðinu borðbúnaður | lagt á borð. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu borðbúnaður | lagt á borð. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 6. maí 2014

Fyrir heimilið: Toast vor 2014



Í hverjum mánuði kemur nýr bæklingur frá Toast með alls kyns munum fyrir heimilið og yfirleitt er stíliseringin mjög flott. Þetta er sá nýjasti, fyrir apríl. Gallinn við þá er að mér tekst alltaf að lengja hjá mér óskalistann, en sem betur fer er ég laus við þá þörf að þurfa að eignast allt sem lendir á honum. Stundum er nefnilega í góðu lagi að láta sig dreyma … þar til næsti bæklingur kemur.


myndir:
Toast, apríl 2014 bæklingur

fimmtudagur, 6. febrúar 2014

Georgia O'Keeffe innblásið borðhald



Fyrir ykkur sem lesið ensku útgáfu bloggsins þá ætti þessi póstur ekki að koma á óvart. Í fyrradag deildi ég tískuþætti innblásnum af Georgia O'Keeffe og í dag innliti í hús listakonunnar í Abiquiu í New Mexico, en því hefur verið haldið við síðan hún lést árið 1986. Mig langaði til að vera með eitthvað tengt Georgia O'Keeffe á íslenska blogginu líka og mundi þá eftir myndaþættinum „South by Southwest“ sem birtist í tímaritinu Gourmet fyrir nokkrum árum síðan. Stílisering var í höndum Ruth Cousineau og ljósmyndarinn Mikkel Vang festi herlegheitin á filmu. Hrái stíllinn og hlutlausu tónarnir í bland við þá bláu eru mér að skapi. Hauskúpur dýrana gætu ekki verið meira O'Keeffe. Þær voru innblástur að mörgum verka hennar, en hún safnaði þeim ásamt beinum og steinum í göngutúrum sínum í stórbrotinni náttúru New Mexico.


myndir:
Mikkel Vang fyrir Gourmet | stílisering: Ruth Cousineau af blogginu One Part Gypsy

þriðjudagur, 13. ágúst 2013

lavender veisla á 1 árs bloggafmælinu

Það er eitt ár síðan ég póstaði fyrstu bloggfærslunni á íslensku útgáfu bloggsins (mikið svakalega er tíminn fljótur að líða!) og ég skellti að sjálfsögðu í pönnukökur af því tilefni. Ég lét það nú vera að fara út í stórbrotnar borðskreytingar og læt því þessar fallegu lavender-myndir nægja.

Ég er oft spurð að því hvernig ég hafi tíma fyrir bloggin og svar mitt er einfalt: ég horfi ekki á sjónvarp. Og þá meina ég aldrei. Ég fylgist með engum þáttum og horfi ekki á fréttir, nema þá einhverjar alveg sérstakar heimsfréttir og ég nálgast þær þá bara á netinu. Ég hætti að horfa á sjónvarp fyrir nokkrum árum síðan og áttaði mig fljótt á því að ég hafði grætt nokkra klukkutíma í sólarhringinn. Þá nota ég í staðinn í eitthvað sem veitir mér innblástur.

myndir:
KT Merry af síðunni Style Me Pretty, stílisering: Dreamy Whites

fimmtudagur, 17. janúar 2013

falleg borðskreyting


Ég fann þessa mynd á flakki mínu um netið í gær og þó að þetta sé haustþema þá fannst mér hún of falleg til að bíða fram á haust með það að pósta henni. Þið getið skoðað fleiri myndir á síðunni Sunday Suppers en tilefnið var að Aran Goyoaga, þekktur matarbloggari sem heldur úti síðunni Cannelle et Vanille, var gestakokkur hjá þeim stöllum. Aran er nýbúin að gefa út sýna fyrstu bók Small Plates and Sweet Treats: My Family's Journey to Gluten-Free Cooking.

mynd:
Karen Mordechai af síðunni Sunday Suppers