Sýnir færslur með efnisorðinu bréfsefni | minnisbækur | kort. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu bréfsefni | minnisbækur | kort. Sýna allar færslur

mánudagur, 30. desember 2013

Uppskrift: Skonsur, bakstur og handgerð jólagjöf



Jæja, hvernig hefur ykkur liðið um jólin? Ég fann jólaskapið þegar við settumst niður til að borða kalkúnamáltíð á aðfangadagskvöld, en ég viðurkenni að þessi desembermánuður var ólíkur öllum öðrum sem ég hef upplifað hingað til. Ég kenni flutningunum um og kannski rauðum jólum líka.

Ég hef verið nokkuð dugleg að baka í fríinu og í gær bauð ég fjölskyldunni upp á skonsur í morgunmat og setti auk þess uppskriftina á matarbloggið. Í fríinu bakaði ég líka bananabrauðið með valhnetunum og notaði tækifærið til þess að uppfæra uppskriftina eilítið. Í dag lofaði ég kryddbrauði, sem er klassík á þessu heimili.


Ég fékk margar fallegar bækur í jólagjöf en verð að segja að þessi litla minnisbók sem yngri dóttir mín bjó til handa mér var sú gjöf sem mér þótti einna vænst um. Stærðin á henni er á við þumalfingur og hún inniheldur 20 rúðustrikaðar síður. Hvað er betra en kaffi og hjörtu?


myndir:
Lísa Hjalt

þriðjudagur, 13. ágúst 2013

lavender veisla á 1 árs bloggafmælinu

Það er eitt ár síðan ég póstaði fyrstu bloggfærslunni á íslensku útgáfu bloggsins (mikið svakalega er tíminn fljótur að líða!) og ég skellti að sjálfsögðu í pönnukökur af því tilefni. Ég lét það nú vera að fara út í stórbrotnar borðskreytingar og læt því þessar fallegu lavender-myndir nægja.

Ég er oft spurð að því hvernig ég hafi tíma fyrir bloggin og svar mitt er einfalt: ég horfi ekki á sjónvarp. Og þá meina ég aldrei. Ég fylgist með engum þáttum og horfi ekki á fréttir, nema þá einhverjar alveg sérstakar heimsfréttir og ég nálgast þær þá bara á netinu. Ég hætti að horfa á sjónvarp fyrir nokkrum árum síðan og áttaði mig fljótt á því að ég hafði grætt nokkra klukkutíma í sólarhringinn. Þá nota ég í staðinn í eitthvað sem veitir mér innblástur.

myndir:
KT Merry af síðunni Style Me Pretty, stílisering: Dreamy Whites