mánudagur, 30. desember 2013

Uppskrift: Skonsur, bakstur og handgerð jólagjöf



Jæja, hvernig hefur ykkur liðið um jólin? Ég fann jólaskapið þegar við settumst niður til að borða kalkúnamáltíð á aðfangadagskvöld, en ég viðurkenni að þessi desembermánuður var ólíkur öllum öðrum sem ég hef upplifað hingað til. Ég kenni flutningunum um og kannski rauðum jólum líka.

Ég hef verið nokkuð dugleg að baka í fríinu og í gær bauð ég fjölskyldunni upp á skonsur í morgunmat og setti auk þess uppskriftina á matarbloggið. Í fríinu bakaði ég líka bananabrauðið með valhnetunum og notaði tækifærið til þess að uppfæra uppskriftina eilítið. Í dag lofaði ég kryddbrauði, sem er klassík á þessu heimili.


Ég fékk margar fallegar bækur í jólagjöf en verð að segja að þessi litla minnisbók sem yngri dóttir mín bjó til handa mér var sú gjöf sem mér þótti einna vænst um. Stærðin á henni er á við þumalfingur og hún inniheldur 20 rúðustrikaðar síður. Hvað er betra en kaffi og hjörtu?


myndir:
Lísa Hjalt

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.