Í næsta bæ uppgötvaði ég líka þessa dásamlegu garðyrkjustöð: Walkers Nurseries. Ég keypti lavender þar um daginn og leirker sem ég setti við útidyrnar og í gær langaði mig að kaupa körfu með sumarblómum og hengja á lugt sem er framan á húsinu. En þegar ég hafði skoðað úrvalið, sem er ansi mikið, þá endaði ég aftur þar sem lavenderplönturnar eru geymdar og fékk mér aðra og leirker undir hana. Ég bókstaflega elska lavender og vonast til að lokka að býflugur með sitt róandi suð. Á meðan ég skoðaði blómaúrvalið og smellti af nokkrum myndum (það eru aðeins fleiri á ensku útgáfu bloggsins í dag) þá sátu feðgarnir á utandyra á kaffihúsi sem er þarna líka og slökuðu á. Þessar myndir gefa ykkur bara nasasjón af því starfi sem þarna fer fram. Það eru heilmiklir garðar þarna allt um kring sem ég á eftir að ganga um og taka myndir af, meðal annars ítalskur og japanskur garður. Auk þess er gjafavörubúð, lítil bókabúð, garðhúsgögn, styttur í garða og margt fleira. Ég er enga stund að hjóla þarna út eftir og hlakka til að grípa latte á kaffihúsinu og rölta um garðana síðar meir.
Sýnir færslur með efnisorðinu blóm | plöntur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu blóm | plöntur. Sýna allar færslur
mánudagur, 9. júní 2014
fimmtudagur, 17. apríl 2014
Kirsuberjatré í blóma á fallegum vordegi
Í dag ætlaði ég að birta aðrar myndir þar sem þemað er vorið (þetta er síðasti pósturinn í vorseríunni) en ég skipti um skoðun þegar ég sá myndina hér að ofan. Sonur minn, átta ára, tók hana. Við eyddum gærdeginum í sveitasælu í Derbyshire og á leiðinni heim varð hann örlítið bílveikur þannig að vinir okkar hleyptu okkur bara út hjá skólanum og við löbbuðum heim til að fá ferskt loft. Í allan gærdag var hann með kíkinn sinn á lofti að fylgjast með fuglalífinu og hann var að segja mér að hann langaði í upptökuvél. Rétt hjá húsinu okkar stendur þetta líka glæsilega kirsuberjatré sem er núna í fullum blóma og ég varð að staldra við og taka nokkrar myndir. Þegar hann spurði hvort hann mætti líka taka myndir þá sagði ég að sjálfsögðu já. Ég sá um ,manual'-stillingarnar fyrir hann og sýndi honum hvernig hann ætti að halda „réttri“ lýsingu (exposure) og leyfði honum svo að spreyta sig. Það var örlítill vindur í lofti og því var smá hreyfing í sumum myndunum (myndirnar að öðru leyti mjög flottar) en þessi fannst mér fullkomin. Það var hrein unun að fylgjast með honum munda vélina.
Ég óska ykkur gleðilegra páska!
Ég óska ykkur gleðilegra páska!
myndir:
1: sonur minn / 2-4: Lísa Hjalt
1: sonur minn / 2-4: Lísa Hjalt
fimmtudagur, 10. apríl 2014
Falleg bleik vorblóm
Ein af mínum uppáhaldsbókum, sem ég hef nefnt oftar en einu sinni, er Bringing Nature Home eftir Ngoc Minh Ngo. Bókin situr á borðinu mínu og veitir mér endalausan innblástur. Í vorpósti dagsins langar mig að gefa höfundinum enn meira pláss á blogginu. Þessar þrjár myndir eftir Ngo eru úr fyrsta kaflanum sem fjallar um vorblóm. Stílisering blómaskreytinganna (kirsuberjagreinar, maríusóleyjar og hjartablóm) var í höndum Nicolette Owen. Ég er ekkert að þýða sjálfar tilvísanirnar úr bókinni, ég leyfi þeim bara að standa á ensku.
The Japanese custom of viewing cherry blossoms, hanami, dates back for centuries … Have your own hanami with an exuberant arrangement of cherry tree branches at home. What better way to celebrate spring than to wake up under a cloud of cherry blossoms?
úr Bringing Nature Home
The poppy anemones, first cultivated in the sixteenth century are models of versatility. Throw a bunch of bright purple [ones] in a simple glass jar to add a cheerful note to a child's room, or put a few elegant stems in sleek white ceramic bottles to admire their subtle loveliness from every angle.
úr Bringing Nature Home
Bleeding heart is a spring ephemeral plant that starts blooming in April and becomes dormant when the heat of the summer sets in. The heart-shaped blooms dangling on arching stems make charming cut flowers, and the finely divided foliage is a thing of beauty on its own.
úr Bringing Nature Home
myndir:
Ngoc Minh Ngo, úr bókinni Bringing Nature Home, bls. 16, 19, 35, gefin út af Rizzoli
fimmtudagur, 27. mars 2014
Vor í ástralskri garðyrkjustöð
Á fimmtudaginn á ensku útgáfu bloggsins sagðist ég ætla að nota næstu fimmtudaga til þess að fagna vorinu á blogginu, með því að deila vormyndum nokkurra ljósmyndara og stílista. Upphaflega ætlaði ég ekki að vera með sömu póstana hér á íslensku útgáfunni, sennilega vegna þess að mér finnst íslenskt vor einfaldlega allt öðruvísi en til dæmis gengur og gerist hérna megin við Atlantshafið. En þegar ég fór að velta þessu betur fyrir mér þá hugsaði ég með mér, Af hverju ekki?
Ég byrja á Luisa Brimble, sem er matar- og lífsstílsljósmyndari í Sydney, hönnuður og stofnandi Alphabet Family Journal. Auk þess er hún ein af mörgum hæfileikaríkum einstaklingum á bak við tímaritið Kinfolk. Luisa tók þessar dásamlegu vormyndir í Eugalo-garðyrkjustöðinni í New South Wales. Hún var að vinna ljósmyndaþátt fyrir The Grounds of Alexandria (Florals by Silva), sem er þekkt kaffibrennsla í Ástralíu. Eugalo sér þeim fyrir blómum.
Ég byrja á Luisa Brimble, sem er matar- og lífsstílsljósmyndari í Sydney, hönnuður og stofnandi Alphabet Family Journal. Auk þess er hún ein af mörgum hæfileikaríkum einstaklingum á bak við tímaritið Kinfolk. Luisa tók þessar dásamlegu vormyndir í Eugalo-garðyrkjustöðinni í New South Wales. Hún var að vinna ljósmyndaþátt fyrir The Grounds of Alexandria (Florals by Silva), sem er þekkt kaffibrennsla í Ástralíu. Eugalo sér þeim fyrir blómum.
Þegar ég sá þessar myndir fyrst þá var haustið á næsta leiti á norðurhveli jarðar og vorið virtist svo órafjarri. En þær tala sínu máli og það var eitthvað við Hunter-stígvélin og eldiviðinn sem festist í huga mér.
myndir:
Luisa Brimble (birt með leyfi)
myndir:
Luisa Brimble (birt með leyfi)
mánudagur, 24. mars 2014
Hýasintur úr garðinum á skrifborðið
Ég er mætt aftur eftir stutt blogghlé. Ég þurfti að játa mig sigraða í síðustu viku og leggjast í rúmið þegar kvef og hausverkur náðu yfirhöndinni. Mikið svakalega var gott að komast aftur út í morgun, að labba út í skóla með syninum og sjá enn fleiri kirsuberja- og plómutré í blóma. Ég þurfti að læra í dag en áður en ég settist við skrifborðið þá fór ég út í garð með skæri og náði mér í búnt af hýasintum í öllum þeim litum sem garðurinn býður upp á. Ég leyfði mér svo að njóta þess að drekka latte og blaða í bók áður en ég umturnaði borðinu með skóladóti. Það var á mörkunum að ég gæti einbeitt mér að skólabókunum fyrir ilminum af blómunum!
þriðjudagur, 11. mars 2014
Blómstrandi enskt vor
Miðað við þær myndir sem berast frá Íslandi af snjóhvítri jörð þá er kannski bannað að birta svona færslu á blogginu. Ég var að læra í gær og í einni pásunni fór ég í göngutúr með myndavélina til að festa vorið á filmu, en það kom heldur betur snemma í ár. Við sátum úti á verönd í 18 stigum og sól á sunnudaginn.
Út um eldhúsgluggann sé ég risastórt plómutré í garði ekki svo langt frá og ég hélt að ég væri að sjá ofsjónir einn morguninn þegar skyndilega það stóð allt í blóma. Það virtist hafa gerst á einni nóttu.
Út um eldhúsgluggann sé ég risastórt plómutré í garði ekki svo langt frá og ég hélt að ég væri að sjá ofsjónir einn morguninn þegar skyndilega það stóð allt í blóma. Það virtist hafa gerst á einni nóttu.
Þetta er fyrsta vorið okkar hér á West Midlands svæðinu og það er enginn skortur á kirsuberja- og plómutrjám í görðum hér allt um kring - algjörlega dásamlegt! Við vorum með þessi tré og eplatré líka í garðinum okkar í Luxembourg og þetta er það sem við erum vön.
Magnólíutrén eru seinni að taka við sér en á hverjum degi geng ég fram hjá tveimur og ég bíð eftir að sjá fyrstu blómin opnast. Ég á því mjög líklega eftir að kvelja ykkur með meiri myndum!
Magnólíutrén eru seinni að taka við sér en á hverjum degi geng ég fram hjá tveimur og ég bíð eftir að sjá fyrstu blómin opnast. Ég á því mjög líklega eftir að kvelja ykkur með meiri myndum!
föstudagur, 2. ágúst 2013
miðvikudagur, 19. júní 2013
Garðhönnun: frönsk áhrif í garði í Alabama
Það var ást við fyrstu sýn þegar ég sá þennan franska glugga með útsýni út í garðinn á vefsíðu Traditional Home. Ég hugsaði um þessa mynd og þennan garð í allan dag á meðan ég var að vinna í mínum eigin, sem er heldur tilþrifaminni og ekki eins litríkur (kemur allt rólega, núna eru rósirnar fyrir framan hús loksins byrjaðar að blómstra!).
Í hinu sögulega hverfi Redmont í Birmingham, Alabama stendur hús frá árinu 1926 sem er í eigu innanhússhönnuðarins Mary Finch og eiginmanns hennar. Þau keyptu húsið árið 2004 og leituðu til garðyrkjumeistarans Norman Kent Johnson til að fá aðstoð við að hanna garðinn upp á nýtt. Hann var berangurslegur og í honum var aðallega gamalt og ofvaxið bláregni sem sárlega þurfti að klippa til og snyrta. Áður en þau keyptu húsið þá hafði Mary ekki verið mikil garðyrkjukona en eins og segir í greininni „stóðst hún ekki mátið að vinna með ómálaðan striga.“ Franskir garðar voru henni innblástur eftir að hafa skoðað vínekrur í Frakklandi og ferðast um Provence-hérað. Hún er einlæg þegar hún segir hlæjandi: „Sennilega er það franskasta við þennan garð allt það magn af frönsku víni sem hér hefur verið deilt.“
Að ofan sjáið þið fjólubláa salvíu og glæsilegar svalir þar sem þau njóta þess að drekka kaffið sitt á morgnana á meðan þau dást að garðinum og útsýninu. Í dag hljómar Mary eins og sannur garðunnandi þegar hún segir: „Það eru alltaf einhverjar breytingar ... Það er spennandi að sjá nýtt lauf myndast, blöð breytast eða blóm sem er við það að blómstra.“
Plantan hér að ofan er rauð verbena, sem ég hef aldrei séð áður. Hún gengur einnig undir nafninu ,Voodoo Star' eða 'Vúdú-stjarna' og laðar að sér fiðrildi, fulga og býflugur. Rauða blómið fyrir ofan hana kallast Schizanthus.
Hér fyrir neðan má sjá plöntu sem kallast ,Purple Flame' eða ,Fjólublár logi' (Cyclamen hederifolium) og englastyttur í miðju formlega garðsins (enska: parterre).
Útsýnið baka til er stórkostlegt, en frá svölunum má njóta formlega garðsins og hinum megin við dalinn blasir við Appalachian-fjallgarðurinn. Það voru Mary og garðyrkjumeistarinn Norman Kent Johnson sem bættu formlega garðinum við, svona til að halda franskri hönnun á lofti. Horn hans mynda fjórir stórir vasar sem um leið afmarka garðinn.
Í garðinum er opin verönd sem þau nota gjarnan þegar gesti ber að garði því í húsinu sjálfu er ekki formleg borðstofa. Á frístandandi vegg hanga luktir sem gefa frá sér milda birtu þegar sólin sest.
Ég notaði ekki allar myndirnar úr greininni í þessa færslu en ég lýk þessu með steinlögðum stíg og gömlu járnhliði sem hefur yfir sér franskan blæ.
myndir:
Jean Allsopp fyrir Traditional Home
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)