þriðjudagur, 11. mars 2014

Blómstrandi enskt vorMiðað við þær myndir sem berast frá Íslandi af snjóhvítri jörð þá er kannski bannað að birta svona færslu á blogginu. Ég var að læra í gær og í einni pásunni fór ég í göngutúr með myndavélina til að festa vorið á filmu, en það kom heldur betur snemma í ár. Við sátum úti á verönd í 18 stigum og sól á sunnudaginn. 

Út um eldhúsgluggann sé ég risastórt plómutré í garði ekki svo langt frá og ég hélt að ég væri að sjá ofsjónir einn morguninn þegar skyndilega það stóð allt í blóma. Það virtist hafa gerst á einni nóttu.


Þetta er fyrsta vorið okkar hér á West Midlands svæðinu og það er enginn skortur á kirsuberja- og plómutrjám í görðum hér allt um kring - algjörlega dásamlegt! Við vorum með þessi tré og eplatré líka í garðinum okkar í Luxembourg og þetta er það sem við erum vön.

Magnólíutrén eru seinni að taka við sér en á hverjum degi geng ég fram hjá tveimur og ég bíð eftir að sjá fyrstu blómin opnast. Ég á því mjög líklega eftir að kvelja ykkur með meiri myndum!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.