fimmtudagur, 13. mars 2014

Innlit: strandhús listakonu í East Hampton



Innlitið að þessu sinni er bjart og fallegt strandhús í East Hampton á Long Island sem er í eigu listakonunnar Anh Duong. Hún eyddi fyrsta sumrinu sínu á eyjunni árið 1988 með þáverandi kærasta sínum í húsi sjálfs Andy Warhol í Montauk, en þá var hún nýkomin frá París og starfaði sem fyrirsæta. Þar málaði hún sína fyrstu sjálfsmynd og hún hefur málað margar síðan. Þær eru eitt af einkennum hennar sem listakonu. Strandhúsið notar hún bæði sem heimili og vinnustofu. Hún hefur innréttað það smekklega með gömlum munum sem hún hefur aðallega fundið á flóamörkuðum.


Eldhúsið er vægast sagt sumarlegt í útliti, einfalt og fallegt.


Það er eitthvað við litapalettuna í þessu svefnherbergi sem heillar mig - bláir og brúnir tónar eiga vel saman. Gaman líka að sjá að það er opið inn í stofuna, ekki lokað af með hurð, sem gefur báðum rýmunum enn meiri birtu. Á neðri myndinni sjáið þið eina af sjálfsmyndum Anh Duong.


Í svefnherbergi listakonunnar er að finna afskaplega fallegt rúmteppi og verk eftir Julian Schnabel (til vinstri (hann er gamli kærastinn sem ég minntist á í innganginum)) og McDermott & McGough. Myndin að neðan er tekin í vinnustofunni.


myndir:
Oberto Gili fyrir Architectural Digest, október 2012 af AD DesignFile

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.