mánudagur, 24. mars 2014

Hýasintur úr garðinum á skrifborðið



Ég er mætt aftur eftir stutt blogghlé. Ég þurfti að játa mig sigraða í síðustu viku og leggjast í rúmið þegar kvef og hausverkur náðu yfirhöndinni. Mikið svakalega var gott að komast aftur út í morgun, að labba út í skóla með syninum og sjá enn fleiri kirsuberja- og plómutré í blóma. Ég þurfti að læra í dag en áður en ég settist við skrifborðið þá fór ég út í garð með skæri og náði mér í búnt af hýasintum í öllum þeim litum sem garðurinn býður upp á. Ég leyfði mér svo að njóta þess að drekka latte og blaða í bók áður en ég umturnaði borðinu með skóladóti. Það var á mörkunum að ég gæti einbeitt mér að skólabókunum fyrir ilminum af blómunum!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.