fimmtudagur, 27. mars 2014

Vor í ástralskri garðyrkjustöðÁ fimmtudaginn á ensku útgáfu bloggsins sagðist ég ætla að nota næstu fimmtudaga til þess að fagna vorinu á blogginu, með því að deila vormyndum nokkurra ljósmyndara og stílista. Upphaflega ætlaði ég ekki að vera með sömu póstana hér á íslensku útgáfunni, sennilega vegna þess að mér finnst íslenskt vor einfaldlega allt öðruvísi en til dæmis gengur og gerist hérna megin við Atlantshafið. En þegar ég fór að velta þessu betur fyrir mér þá hugsaði ég með mér, Af hverju ekki?

Ég byrja á Luisa Brimble, sem er matar- og lífsstílsljósmyndari í Sydney, hönnuður og stofnandi Alphabet Family Journal. Auk þess er hún ein af mörgum hæfileikaríkum einstaklingum á bak við tímaritið Kinfolk. Luisa tók þessar dásamlegu vormyndir í Eugalo-garðyrkjustöðinni í New South Wales. Hún var að vinna ljósmyndaþátt fyrir The Grounds of Alexandria (Florals by Silva), sem er þekkt kaffibrennsla í Ástralíu. Eugalo sér þeim fyrir blómum.


Þegar ég sá þessar myndir fyrst þá var haustið á næsta leiti á norðurhveli jarðar og vorið virtist svo órafjarri. En þær tala sínu máli og það var eitthvað við Hunter-stígvélin og eldiviðinn sem festist í huga mér.

myndir:
Luisa Brimble (birt með leyfi)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.