Sýnir færslur með efnisorðinu blóm | blómaskreytingar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu blóm | blómaskreytingar. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 10. apríl 2014

Falleg bleik vorblóm



Ein af mínum uppáhaldsbókum, sem ég hef nefnt oftar en einu sinni, er Bringing Nature Home eftir Ngoc Minh Ngo. Bókin situr á borðinu mínu og veitir mér endalausan innblástur. Í vorpósti dagsins langar mig að gefa höfundinum enn meira pláss á blogginu. Þessar þrjár myndir eftir Ngo eru úr fyrsta kaflanum sem fjallar um vorblóm. Stílisering blómaskreytinganna (kirsuberjagreinar, maríusóleyjar og hjartablóm) var í höndum Nicolette Owen. Ég er ekkert að þýða sjálfar tilvísanirnar úr bókinni, ég leyfi þeim bara að standa á ensku.

The Japanese custom of viewing cherry blossoms, hanami, dates back for centuries … Have your own hanami with an exuberant arrangement of cherry tree branches at home. What better way to celebrate spring than to wake up under a cloud of cherry blossoms?
úr Bringing Nature Home


The poppy anemones, first cultivated in the sixteenth century are models of versatility. Throw a bunch of bright purple [ones] in a simple glass jar to add a cheerful note to a child's room, or put a few elegant stems in sleek white ceramic bottles to admire their subtle loveliness from every angle.
úr Bringing Nature Home


Bleeding heart is a spring ephemeral plant that starts blooming in April and becomes dormant when the heat of the summer sets in. The heart-shaped blooms dangling on arching stems make charming cut flowers, and the finely divided foliage is a thing of beauty on its own.
úr Bringing Nature Home

myndir:
Ngoc Minh Ngo, úr bókinni Bringing Nature Home, bls. 16, 19, 35, gefin út af Rizzoli

miðvikudagur, 27. mars 2013

sumargjöfin mín: bringing nature home eftir ngoc minh ngo


Ég er með sömu myndir á báðum bloggunum í dag en ekki alveg sama texta. Ég kynnti íslenska sumardaginn fyrsta fyrir lesendum enska bloggsins en það er óþarfi að gera það hér.

Í síðustu viku póstaði ég þessari færslu um blómabúð í Madrid og minntist um leið á bókina Bringing Nature Home: Floral Arrangements Inspired by Nature eftir ljósmyndarann Ngoc Minh Ngo.

Sama dag ákvað ég að bókin yrði sumargjöfin mín í ár - gjöf frá mér til mín. Ég held að það sé ágætis hugmynd að halda í þá íslensku hefð að gefa gjafir á sumardaginn fyrsta og héðan í frá ætla ég að gefa sjálfri mér gjöf á þessum degi. Ég ætla að gefa sjálfri mér bækur á sumardaginn fyrsta ár hvert sem hafa eitthvað með náttúruna að gera, bækur sem njóta sín vel hérna á stofuborðinu.


Bringing Nature Home var gefin út af Rizzoli forlaginu og í kynningartexta þeirra um bókina segir:

Unlike most flower-arrangement books, which rely on expensive and often nonseasonal flowers from florists, this book presents an alternative that is in line with the “back to nature” movement. This is the first volume to showcase how to be inspired by nature’s seasonal bounty and bring that nature into the home through floral arrangements.

Eins og ég sagði í síðustu viku þá voru blómaskreytingarnar í bókinni í höndum Nicoletta Owen, sem rekur Brooklyn's Little Flower School. Myndirnar í þessari færslu sýna nokkrar þeirra.


myndir:
Ngoc Minh Ngo, úr bókinni Bringing Nature Home: Floral Arrangements Inspired by Nature, gefin út af Rizzoli / 1-2 + 5-6: af blogginu Style Court / 3: af heimasíðu Rizzoli / 4: af blogginu An Indian Summer


fimmtudagur, 8. nóvember 2012

hugað að jólaundirbúningi


Hvað segið þið gott á þessum fimmtudegi? Ég veit ekki með ykkur en ég er smám saman að komast í jólaskap og er farin að nóta hjá mér eitt og annað sem viðkemur undirbúningi jólanna. Í Luxembourg kemur jólasveinninn 6. desember og það er frídagur í skólum. Við bjuggum áður í Antwerpen í Belgíu og jólasveinninn kom á sama degi en þar var að vísu ekki gefið frí. Hvað um það, jólahaldið breyttist örlítið þegar við kynntumst þessari hefð Benelux-landanna og við erum því tilbúin fyrir jólin í byrjun desember. Jólatréð fer upp áður en sveinki og hans fylgdarlið mætir á svæðið því okkur finnst það eiga vel við og gera þennan dag hátíðlegri.

Það er því í nóvember sem ég byrja smám saman að undirbúa jólin og ég nota svo desember til þess að slaka á og njóta komu þeirra. Ég er ekki týpan sem missir úr svefn þó það sé þvottur í þvottabalanum á aðfangadag en með því að undirbúa jólin svona snemma þá er einhvern veginn allt hreint og fínt í desember og þetta snýst meira um að leitast við að halda því þannig með lítilli fyrirhöfn. Nóvember er því tíminn sem ég legg meiri áherslu á að heimilisfólk gangi frá hlutunum í stað þess að færa þá til. Ég nota líka tækifærið til þess að grynnka á ýmsu dóti, hendi því sem er úr sér gengið og gef nýtanlega hluti og föt til góðgerðarmála.

Ég held að það hafi ekki fram hjá neinum sem les bloggin mín að ég er mikil bókakona og þessa dagana er ég að grynnka á stöflunum á stofuborðunum til að rýma fyrir nýjum bókum sem án efa bætast í safnið í desember. Sumar fara upp í hillu en ég nota aðrar til skrauts eins og á myndinni hér að ofan. Ég var einmitt að stilla nokkrum upp með ramma og kertum þegar ég mundi eftir þessari mynd. Nú vantar mig bara fersk blóm líka til að gera þetta enn huggulegra.

Eigið góðan dag!

mynd:
Rue, 2. tölublað, nóv/des 2010, bls. 105