föstudagur, 13. september 2013

Góða helgiKannski hefði ég bara átt að vera lengur í bloggfríi eftir ferðalagið í síðustu viku því þessi vika hérna á íslensku útgáfunni virkar hálf snubbótt. Síðan við komum heim hefur tíminn flogið og það hefur verið nóg að gera að undirbúa börnin fyrir skólann o.s.frv. Mér finnst líka eins og ég sé með smá blús eftir ferðalagið. Ég sakna þess að vera ekki við sjóinn eða úti á sjó. Ég bæti þetta upp í næstu viku með innliti og fleira. En ef þið hafið áhuga á landslaginu í Dover í Englandi þá póstaði ég nokkrum myndum af hvítu klettunum á ensku útgáfuna í dag.

Góða helgi!

mynd:
Sharyn Cairns fyrir Country Style Australia af blogginu Dustjacket Attic

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.