Það var ekki ætlunin að kynna erlendar bækur um innanhússhönnun á blogginu í viku hverri en það eru bara svo margar skemmtilegar bækur að koma út núna. Ég hef ekki undan að bæta þeim á óskalistann. Þessi rataði á hann í vikunni, Interiors Atelier AM eftir hjónin Alexandra og Michael Misczynski, gefin út af Rizzoli bókaforlaginu.
Alexandra og Michael starfa í Los Angeles undir heitinu Atelier AM, eru þekkt í bransanum og hafa innréttað mörg heimili. Það er nóg að horfa á þessar myndir úr bókinni eftir François Halard til að sjá fallegt handbragðið.
Alexandra og Michael starfa í Los Angeles undir heitinu Atelier AM, eru þekkt í bransanum og hafa innréttað mörg heimili. Það er nóg að horfa á þessar myndir úr bókinni eftir François Halard til að sjá fallegt handbragðið.
myndir:
François Halard, úr bókinni Interiors Atelier AM eftir Alexandra og Michael Misczynski, gefin út af Rizzoli, af blogginu Aesthetically Thinking
François Halard, úr bókinni Interiors Atelier AM eftir Alexandra og Michael Misczynski, gefin út af Rizzoli, af blogginu Aesthetically Thinking
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.