Sýnir færslur með efnisorðinu blóm. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu blóm. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 3. apríl 2014

Perluliljur til vorskreytinga



Það er kominn fimmtudagur sem merkir að á blogginu fögnum við vori (ég þarf virkilega á svona innblæstri að halda í dag því hér á West Midlands svæðinu er sólarlaus, kaldur og grár dagur). Næstar í röðinni eru tvær hæfileikaríkar konur sem mynda öflugt teymi, ljósmyndarinn Lisa Warninger og stílistinn Chelsea Fuss af Frolic! blogginu. Þær hafa sett saman fjöldann allan af ljósmyndaþáttum fyrir þekkta viðskiptavini eins og HGTV, Kinfolk, Once Wed og Rue, til að nefna nokkra. Í þessum tiltekna fyrir Project Wedding (ég fékk bara nokkrar myndir lánaðar) voru það perluliljurnar sem fönguðu athygli mína. Einnig skærin sem sjást á efstu myndinni; mig langar svo í svona skæri.


Fyrir okkur sem erum alin upp á Íslandi þá eru perluliljur (Muscari armeniacum) kannski ekki týpískur vorboði þó að margir gróðursetji laukana í görðum sínum og noti blómin til skreytinga. En eftir að hafa verið búsett erlendis í nokkur ár þá eru þessi fagurbláu blóm, sem virðast skjóta upp kollinum svo til út um allt, einn af þessum dásamlegu vorboðum. Perluliljur uxu einmitt villtar í garðinum okkar í Luxembourg. Fyrir ykkur sem búið erlendis er óþarfi að skunda út í næstu blómabúð eða á blómamarkað til að verða ykkur út um perluliljur, ef þið búið nálægt skóglendi þá er nóg að grípa bastkörfuna og fara í góðan göngutúr í náttúrunni. Þið getið fyllt körfuna áður en heim er haldið.

Fill a glass full of these beauties to enjoy their clusters of tiny, urn-shaped flowers in finely drawn hues of blue at home. Though they bloom in April, their spicy-grape fragrance has been described as "the perfume of clove and sun-warmed Concord grapes of late September."
úr bókinni Bringing Nature Home eftir Ngoc Minh Ngo


myndir:
Lisa Warninger fyrir Project Wedding | stílisering: Chelsea Fuss af Frolic!
(birt með leyfi)

miðvikudagur, 2. apríl 2014

Innlit: Í glæstum garði ítalskrar villu



Þetta er eitt af þessum innlitum þar sem ég dvel aðallega utandyra enda garðurinn glæsilegur og auk þess eru fáar innanhússmyndir í umfjölluninni um húsið. Þessi landareign er í Piedmont á Ítalíu (í nágrenni Turin) og það var arkitektinn Paolo Pejrone, sem sérhæfir sig í landslagsarkitektúr, sem hannaði húsið og er einnig eigandi less. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þessar myndir; þær segja allt sem segja þarf en mig langar að benda á að steinarnir sem mynda gangstíginn sem sést á fyrstu tveimur myndunum koma úr ánni Ticino.
Í megin forstofunni er textíll áberandi rauður: stólarnir eru bólstraðir með rauðri
og fjólublárri indverskri bómull, gluggatjöld (utandyra) eru rauð og á gólfinu
er rauð tyrknesk Smyrna-motta breidd yfir terracotta-flísar
Pejrone ræktar plöntur sínar án nokkurra óæskilegra efna eða skordýraeiturs
sem kannski útskýrir heilbrigt útlit þeirra



myndir:
Oberto Gili fyrir House & Garden af AD DesignFile

fimmtudagur, 6. mars 2014

Stílisering: írskt brúðkaup í náttúrulegum stíl



Ég held að það sé óþarfi að hafa mörg orð um þennan myndaþátt, best að leyfa bara myndunum að tala. Ég rakst á þá efstu á Pinterest og hrár og náttúrulegur stíllinn minnti mig svolítið á myndaþátt sem ég deildi á ensku útgáfunni um daginn. Ég pósta ekki oft einhverju brúðkaupstengdu á bloggin en ég hef alltaf gaman af fallegri, náttúrulegri stíliseringu. Það er einhver einfaldleiki og friður í þessum myndum sem heillar mig, umhverfið er líka svo skemmtilegt og maturinn virkilega girnilegur. Stílisti var Alise Taggart og Paula O'Hara tók myndirnar, einhvers staðar á Írlandi.


myndir:
Paula O'Hara af síðunni 100 Layer Cake | stílisering: Alise Taggart

fimmtudagur, 25. júlí 2013

Garðhönnun: Old South-sjarmi í Charleston



Sumarið flýgur áfram og mig langar að reyna að deila öllum görðunum sem ég hef safnað í summarmöppuna mína. Í dag varð þessi Old South-sjarmi í borginni Charleston fyrir valinu, einn af þeim mörgu glæsilegu görðum sem hafa birst á síðum Traditional Home. Ég kaus að byrja færsluna á formlega garðinum, einkum vegna gamla múrsteinshússins í bakgrunni og hvítu klifurrósanna - þetta er svo fallegt. Upp við múrsteinshúsið er lítið garðhús sem sést á næstu mynd.

Húsið er í eigu Ben og Cindy Lenhardt; uppgert hús frá 1743 sem er í sögulega hverfinu í Charleston. Ben, sem er kominn á eftirlaun, var bara tíu ára gamall þegar hann plantaði fyrstu fræjunum af morgunfrú og síðan þá hefur garðyrkja verið ástríða. Hann er stjórnarformaður Garden Conservancy en hlutverk stofnunarinnar er að varðveita framúrskarandi garða. Þeir skipuleggja einnig daga þar sem almenningi gefst færi á að skoða garða í einkaeigu.


Þegar Ben hannaði garðinn var hann undir áhrifum Loutrel Briggs, frægs landslagsarkitekts í Charleston og þar í kring, sem byrjaði ferilinn í kringum 1930. Hans hugmynd var að skipta görðum niður í svæði þannig að þeir virtust stærri.

Ben er hógvær og sækist ekki eftir hrósi fyrir garðinn, en í greininni talar hann af eldmóði um garða sem lifandi list:
It’s the most difficult art form because it changes. It takes an appreciation of balance, color, and different kinds of plant materials with strong -architectural components—all of which must be coordinated with the changing seasons to create a symphony of color, beauty, and -tranquility.
Það þarf varla að snara þessu yfir á íslensku en hann er í raun að segja að þetta erfiðasta listformið því plöntur taka stöðugum breytingum og eru háðar árstíðum.


Í þessum hluta garðsins má finna vasa með blómum eins og tóbakshornum, geraníum, fjólum og rósum, sem gefa garðinum smá lit því aðallega eru hvít blóm í honum. Þarna má einnig sjá garðbekk í Lutyens-stíl.


Girðing fremri formlega garðsins er í nýlendustíl og þarna er að finna gróður eins og bergfléttu, lim (boxwood) og eitthvað sem á ensku kallast ,dwarf mondo grass' sem ég veit ekki hvað er á íslensku.

Sjáið þið steinsúluna þarna handan innkeyrslunnar? Hún fannst þegar húsið var endurgert. Á einhverjum tímapunkti stóð húsið upp við læk sem rann saman við Cooper-ána og súlan var notuð til þess að festa árabáta.

Svo sannarlega sögulegt!


Brie Williams fyrir Traditional Home