Ég viðurkenni að pastellitir eru ekki minn stíll (ég flippaði út á unglingsárum í notkun þeirra og tók út skammtinn fyrir lífstíð) en þessi stofa í Madrid á Spáni þykir mér falleg og kvenleg. Mér finnst húseiganda takast að nota pastelliti án þess að útkoman verði of væmin.
Sennilega er það sebramottan og dökkbleika áklæðið á bekknum sem brýtur þetta upp og líka það að hún notar bara ljósbláa litinn á púðana. Þið getið rétt ímyndað ykkur útkomuna ef púðarnir væru í gulu og bleiku líka.
myndir:
Nuevo Estilo
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.