Í síðustu bloggfærslu notaði ég prufur frá Lewis & Wood, ensku fyrirtæki á sviði textíls og veggfóðurs, og sagði að meira kæmi síðar. Þau höfðu sent mér bunka af efna- og veggfóðurprufum en sumar þeirra höfðu þegar heillað mig á vefsíðu þeirra. Það sem kom mér á óvart voru mynstur í sendingunni frá þeim sem höfðu ekki fangað athygli mína á vefnum en voru svo ótrúlega falleg þegar ég gat skoðað smáatriðin í hönnunni með mínum eigin augum og fundið áferð efnisins. Ég ætla að deila nokkrum mynstrum síðar en í dag, með lattebollanum, einblíni ég á mynstrin Womad og Bacchus úr English Ethnic línunni sem kom á markað á síðasta ári og er hönnuð af listakonunum Su Daybell, Flora Roberts og Melissa White. Línunni hefur verið vel tekið og mynstrin hafa birst í ýmsum tímaritum.


Hjá Lewis & Wood tala þau um Su Daybell sem sitt wild card (afsakið slettuna). Hún er listakonan sem hannaði hið hrífandi mynstur Womad, með abstrakt blómum og mótífum. Efnið sem er 100% lín er til í tveimur litum, brúnum og bláum sem kallast burnish og celestial. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég er bálskotin í þessu brúna, sem sést á efstu myndinni minni. Ég hreinlega get ekki hætt að dást að því. Litapaletta Womad-veggfóðursins samanstendur af þremur fallegum bláum, brúnum og gulum tónum, sem kallast stream, silt og sand.
![]() |
Í forgrunni: Womad veggfóðurprufur - litir (frá vinstri): silt, sand og stream
|
Fyrir línuna hannaði Daybell einnig mynstrið Force 9, sem ætti að höfða til allra sem hræðast ekki djarfa hönnun. Fyrir þá sem hafa áhuga þá má sjá stíliseringu á því í lit sem kallast gravel í septembertölublaði House & Garden árið 2014.
![]() |
Bacchus veggfóður og efni eftir listakonuna Melissa White - litur: mead
|
Mynstrið Bacchus eftir listakonuna Melissa White fyrir English Ethnic línuna hefur svo sannarlega fest sig í sessi á markaðnum. Í síðasta ágústtölublaði tímaritsins The World of Interiors var blái litur þess, sem kallast grigio, valinn á lista yfir bestu djörfu, stóru mynstrin á markaðnum. Tímaritið BBC Antiques Roadshow Magazine útnefndi mynstrið í gulum lit sem kallast mead sem vinningshafa í flokknum „Besta prentaða efnið 2014“. Í júlíhefti þeirra ársins 2014 var umfjöllun um White þar sem hún var heimsótt við störf á vinnustofu sinni, en þar er að finna upprunalega listaverkið hennar sem við þekkjum núna sem Bacchus-mynstrið.
Í bæklingi frá Lewis & Wood, sem kynnir línuna og hönnuðina, segir að Melissa White sé vel þekkt fyrir veggmyndir og máluð efni í anda Elísabetar-tímabilsins [gullöldin í sögu Englands þegar Elísabet I var drottning], að „fræðileg hrifning hennar af yfirborðsmynstrum og sögulegum smáatriðum“ gefi hönnun hennar „raunverulegt yfirvald.“ Bacchus-mynstrið, úr 100% líni eða sem veggfóður, er fáanlegt í þremur gulum, gráum og bláum tónum: mead, malt og grigio. Ekki til umfjöllunar hér er annað mynstur sem hún hannaði fyrir línuna, Rococo-veggfóðrið.
Í bæklingi frá Lewis & Wood, sem kynnir línuna og hönnuðina, segir að Melissa White sé vel þekkt fyrir veggmyndir og máluð efni í anda Elísabetar-tímabilsins [gullöldin í sögu Englands þegar Elísabet I var drottning], að „fræðileg hrifning hennar af yfirborðsmynstrum og sögulegum smáatriðum“ gefi hönnun hennar „raunverulegt yfirvald.“ Bacchus-mynstrið, úr 100% líni eða sem veggfóður, er fáanlegt í þremur gulum, gráum og bláum tónum: mead, malt og grigio. Ekki til umfjöllunar hér er annað mynstur sem hún hannaði fyrir línuna, Rococo-veggfóðrið.


Listakonan Flora Roberts, sem er þekkt fyrir veggskreytingar sínar, var sú þriðja sem var valin til hanna fyrir English Ethnic línuna. Glæsileg mynstur hennar Doves og Sika má skoða á vefsíðu Lewis & Wood.
Lewis & Wood var stofnað árið 1993 af Stephen Lewis, sérfræðingi í textílprentun, og innanhússhönnuðinum Joanna Wood. Til að byrja með fór starfsemin fram í kjallarahúsnæði í London en árið 2008 var starfsemin flutt í stóra byggingu í Woodchester Mill, í Stroud Valley dölunum í Gloucestershire. Ef þið eruð á ferð í London þá eru þau með sýningarsal í Design Centre East á Chelsea Harbour svæðinu.
Lewis & Wood var stofnað árið 1993 af Stephen Lewis, sérfræðingi í textílprentun, og innanhússhönnuðinum Joanna Wood. Til að byrja með fór starfsemin fram í kjallarahúsnæði í London en árið 2008 var starfsemin flutt í stóra byggingu í Woodchester Mill, í Stroud Valley dölunum í Gloucestershire. Ef þið eruð á ferð í London þá eru þau með sýningarsal í Design Centre East á Chelsea Harbour svæðinu.
![]() |
Í vinstra horninu: sýnishorn af efninu Bacchus eftir listakonuna Melissa White - litur: grigio |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.