Sýnir færslur með efnisorðinu borðstofa. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu borðstofa. Sýna allar færslur

miðvikudagur, 17. febrúar 2016

Útirými hleypt inn



Í nýjasta tölublaði Elle Decoration UK, mars 2016, er að finna margar áhugaverðar greinar sem hafa bætt upp fyrir vonbrigði mín með marstölublað The World of Interiors, en það er önnur saga (bara forsíðan ein og sér fer með mig!). Eitt af innlitunum í Elle Decoration sem mér líkaði var í fallega íbúð í Lyon sem hefur verið að skjóta upp kollinum í bloggheimum (hún birtist einnig í ástralska tímaritinu Vogue Living þar sem má sjá allar myndirnar). Annað innlit sem heillaði mig var í nútímalegt hús í Köln þar sem hönnunin sækir innblástur til Asíu (sjá Den of Zen á heimasíðu blaðakonunnar Kristina Radershad). Engar áhyggjur, ég ætla ekki að þylja upp allt sem er að finna í tímaritinu en ástæða þess að ég smellti mynd af þessari borðstofu er sú að nú fer að vora og ég er hrifin af því að hleypa útirýmum inn þegar hlýnar í veðri („The Borrowers“, íbúð í Mílanó, ljósmyndari Fabrizio Cicconi). Fyrir utan mismunandi gólfefni þá er stíllinn í íbúðinni sjálfri aðeins of flippaður, eða ófágaður, fyrir minn smekk. En þetta rými er líka eldhús og mér líkar sú hugmynd að geta haft opið út á stórar svalir og kannski fundið létta golu á meðan setið er til borðs eða þegar maður fær sér kaffibolla á morgnana.

mynd smellt af Elle Decoration UK, mars 2016, bls. 186

fimmtudagur, 14. ágúst 2014

Rýmið 70



- borðstofa í uppgerðu húsi í Silver Lake, Los Angeles í eigu stílistans Jessica de Ruiter (C, Elle, Harper’s Bazaar, W) og listamannsins Jed Lind (skúlptúr)
- ljósakrónan er upprunaleg Paavo Tynell hönnun; það kemur ekki fram í innlitinu í C Home en ég held að þetta sé örugglega Saarinen túlipanaborð
- arkitekt Gregory Ain (1908-1988)

mynd:
Douglas Friedman af vefsíðu C Home

þriðjudagur, 1. apríl 2014

Rýmið 59



Þetta rými er í raun tvö, opið rými með borðstofu og stofu og svo svalir. Mér finnst svarta rennihurðin með glerinu ákaflega smart og gaman að sjá gólfborð á svölunum. Ég veit ekki hvar þetta er (síðan er pólsk) en þetta er víst gömul skólabygging frá árinu 1893 sem var gerð upp og breytt í íbúðarhúsnæði.

mynd:
Birgitta Wolfgang af síðunni Dom & Wnetrze af síðu Susan Franklin/Pinterest

þriðjudagur, 25. mars 2014

Rýmið 58



- borðstofa í úthverfi Madrid á Spáni
- í eigu skartgripahönnuðarins Anton Heunis

mynd:
Pablo Zuloaga fyrir ELLE.es af síðu SoupDesign á Pinterest

miðvikudagur, 15. janúar 2014

Rýmið 49



Því miður veit ég ekkert um þessa borðstofu annað en að ljósmyndarinn Debi Treloar tók myndina. Rýmið er greinilega hluti af sveitasetri ef við skoðum það litla sem sést út um gluggann en mér hefur ekki tekist að finna hvaða sveitasetur það er. Ég verð því að láta rómantísku stemninguna í myndinni nægja í dag.

mynd:
Debi Treloar af blogginu La Cocina de Tina

þriðjudagur, 17. desember 2013

Rýmið 47



Því miður veit ég engin nánari deili á þessari borðstofu en myndin er hluti af innliti á bloggi finnska ljósmyndarans Krista Keltanen. Ég væri alveg til í að eiga skápinn.

mynd:
Krista Keltanen af Pinterest/Krista Keltanen

fimmtudagur, 15. ágúst 2013

Rýmið 38



- borðstofa í Antwerpen í eigu belgíska arkitektsins Vincent Van Duysen
- úr bókinni Interiors eftir ljósmyndarann Martyn Thompson

mynd:
Martyn Thompson af bloggi Mark D. Sikes

þriðjudagur, 30. júlí 2013