Sýnir færslur með efnisorðinu • RÝMIÐ. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu • RÝMIÐ. Sýna allar færslur

miðvikudagur, 15. október 2014

Rýmið 76



- forstofa íbúðar í Mílan
- eigandi og hönnuður Roberto Peregalli (og Laura Sartori Rimini), innblásinn af hönnuðinum Lorenzo (Renzo) Mongiardino

mynd:
The World of Interiors, júlí 2013 af síðu Jane Ellsworth Interiors/Pinterest

þriðjudagur, 7. október 2014

Rýmið 75



- stofa í húsi á nýsjálensku eyjunni Waiheke Island, Auckland
- hönnun Fearon Hay Architects

mynd:
Patrick Reynolds fyrir Fearon Hay Architects af vefsíðu ArchDaily

fimmtudagur, 25. september 2014

Rýmið 74



- stofa eða leskrókur með arni í hlutlausum tónum í Hollywood
- eigandi er Darren Star, maðurinn á bak við sjónvarpsþætti eins og Sex and the City, Beverly Hills, 90210 og Melrose Place
- innanhússhönnun var í höndum Waldo's Designs og um arkitektúr sá Rios Clementi Hale Studios

mynd:
Roger Davies fyrir Architectural Digest, mars 2012

þriðjudagur, 16. september 2014

þriðjudagur, 9. september 2014

Rýmið 72



- stofa á Majorca á Spáni í eigu Brenda og Paul van Berg
- húsið er uppgert og situr í fjallshlíð nálægt borginni Palma

Ég hef sagt það áður en eitt uppáhaldstímaritið mitt um innanhússhönnun er Elle Decoration UK. Það kemur inn um lúguna í hverjum mánuði og ég er alltaf jafn spennt þegar ég tek það úr plastinu og sest niður til að fletta því með lattebolla í hendi. Þetta rými er hluti af innliti í júlítölublaði þessa árs og það var að sjálfsögðu hrái stíllinn sem höfðaði til mín. Eigendurnir, sem líka reka jógastöð við heimili sitt, hafa ferðast um Afríku og Asíu og keypt ýmsa muni, einkum á mörkuðum í norðurhluta Afríku. Heimilið ber að sjálfsögðu keim af því.

mynd:
Sunna & Marc van Praag fyrir Elle Decoration UK

fimmtudagur, 14. ágúst 2014

Rýmið 70



- borðstofa í uppgerðu húsi í Silver Lake, Los Angeles í eigu stílistans Jessica de Ruiter (C, Elle, Harper’s Bazaar, W) og listamannsins Jed Lind (skúlptúr)
- ljósakrónan er upprunaleg Paavo Tynell hönnun; það kemur ekki fram í innlitinu í C Home en ég held að þetta sé örugglega Saarinen túlipanaborð
- arkitekt Gregory Ain (1908-1988)

mynd:
Douglas Friedman af vefsíðu C Home

þriðjudagur, 29. júlí 2014

Rýmið 69



- forstofa í sveitasetri á Long Island
- hönnuður og eigandi Thomas O'Brien

Thomas O'Brien, eigandi Aero Studios, er einn af mínum uppáhaldshönnuðum. Ég sæki reglulega innblástur í hönnun hans, sérstaklega þegar ég finn back-to-the-basics þörf hjá mér (afsakið enskuslettuna); þegar ég er komin með leið á hönnuðum sem missa sig í litagleði eða eru mjög yfirdrifnir. Það er eitthvað jarðbundið við O'Brien án þess að verða leiðinlegt. Ég er sérstaklega hrifin af því hvernig hann blandar gömlu og nýju og hvernig hann stíliserar smáhluti. Ég hef þegar sýnt ykkur vinnustofu hans í risi hans á 57 Street í New York.

Ég er að fara í gegnum eitt O'Brien-tímabilið því ég er að lesa bók hans, American Modern, sem ég fékk í afmælisgjöf nú í júlí, en hún hafði verið lengi á óskalistanum. Í henni er að finna risíbúð hans í New York og sveitasetrið, sem kallast Academy því áður var það gömul skólabygging. Ég mæli með þessari bók fyrir þá sem hafa áhuga á innanhússhönnun og eru að leita eftir fallegri bók á stofuborðið sem inniheldur ekki bara myndir heldur ríkan texta líka.

mynd:
Laura Resen, úr bókinni American Modern eftir Thomas O'Brien af vefsíðu Aero Studios

fimmtudagur, 3. júlí 2014

Rýmið 68




Þessi mynd er hluti af innliti tímaritsins Veranda á heimili hönnuðarins Mark D. Sikes í Hollywood Hills í Kaliforníu. Sikes og sambýlismaður hans hafa endurnýjað húsið og hér sést inn í stofuna frá veröndinni. Mér finnst gluggarnir fallegir og ég er alltaf hrifin af stórum vösum með blómstrandi greinum.

Roger Davies fyrir Veranda af bloggi Mark D. Sikes

þriðjudagur, 24. júní 2014

Rýmið 67



- stofa í París
- hönnuður og eigandi Tino Zervudachi
- listaverk á vegg eftir Robert Motherwell

mynd:
Derry Moore fyrir Architectural Digest

fimmtudagur, 15. maí 2014

Rýmið 64



- eldhús í 160 ára gömlum sveitakofa í Barossa dalnum þar sem er að finna elstu vínhéruð Ástralíu
- arinninn er upprunalegur og steypugólfið líka

mynd:
Sharyn Cairns fyrir Country Style

miðvikudagur, 7. maí 2014

Rýmið 63



Falleg stofa á Spáni þar sem hlutlausir litir á veggjum og húsgögnum eru brotnir upp með hlýjum gulum og rauðum tónum. Eins og sést er lofthæðin mikil og náttúrleg birta streymir auðveldlega inn í húsið.

mynd:
El Mueble

þriðjudagur, 29. apríl 2014

Rýmið 62



- stofa með hvítum veggjum, gólfborðum og viðarbitum í lofti
- endurgert sumarhúsi/kofi á Long Island frá árinu 1840
- hönnuður Tricia Foley

mynd:
William Abranowicz fyrir Elle Decor

miðvikudagur, 23. apríl 2014

Rýmið 61



- forstofa á heimili í Kaliforníu
- hönnuður Pamela Shamshiri

mynd:
Amy Neunsinger fyrir House Beautiful af blogginu Bliss

þriðjudagur, 1. apríl 2014

Rýmið 59



Þetta rými er í raun tvö, opið rými með borðstofu og stofu og svo svalir. Mér finnst svarta rennihurðin með glerinu ákaflega smart og gaman að sjá gólfborð á svölunum. Ég veit ekki hvar þetta er (síðan er pólsk) en þetta er víst gömul skólabygging frá árinu 1893 sem var gerð upp og breytt í íbúðarhúsnæði.

mynd:
Birgitta Wolfgang af síðunni Dom & Wnetrze af síðu Susan Franklin/Pinterest

þriðjudagur, 25. mars 2014

Rýmið 58



- borðstofa í úthverfi Madrid á Spáni
- í eigu skartgripahönnuðarins Anton Heunis

mynd:
Pablo Zuloaga fyrir ELLE.es af síðu SoupDesign á Pinterest

mánudagur, 17. mars 2014

Rýmið 57



- setustofa á heimili danska ljósmyndarans Kristian Septimus Krogh og konu hans Lise í nágrenni Preggio í Umbria-héraði á Ítalíu
- arkitekt Marco Carlini
- það er innlit á heimilið í apríl 2014 tölublaði Elle Decoration UK en þessi tiltekna mynd birtist ekki í blaðinu

mynd:
Kristian Septimus Krogh fyrir Elle Decoration UK af Facebooksíðu þeirra

þriðjudagur, 25. febrúar 2014

miðvikudagur, 19. febrúar 2014

Rýmið 54



- fallegt horn í svefnherbergi í íbúð í hjarta Kaupmannahafnar
- ég veit ekkert um hönnuðinn en ég pinnaði myndina af borðstofunni sem sést glitta í

mynd:
Line Klein fyrir Elle Decoration DK af blogginu My Scandinavian Home

þriðjudagur, 11. febrúar 2014

miðvikudagur, 5. febrúar 2014

Rýmið 52



Ég vildi að ég gæti sagt ykkur nánar frá þessu baðherbergi en því miður veit ég ekkert um það nema það litla sem birtist í myndatextanum. Mig langar í þessa þykku eikarplötu!

mynd:
Elle Decor Italia, apríl 2011 af Tumblr