Sýnir færslur með efnisorðinu gangur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu gangur. Sýna allar færslur

miðvikudagur, 15. október 2014

Rýmið 76



- forstofa íbúðar í Mílan
- eigandi og hönnuður Roberto Peregalli (og Laura Sartori Rimini), innblásinn af hönnuðinum Lorenzo (Renzo) Mongiardino

mynd:
The World of Interiors, júlí 2013 af síðu Jane Ellsworth Interiors/Pinterest

þriðjudagur, 29. júlí 2014

Rýmið 69



- forstofa í sveitasetri á Long Island
- hönnuður og eigandi Thomas O'Brien

Thomas O'Brien, eigandi Aero Studios, er einn af mínum uppáhaldshönnuðum. Ég sæki reglulega innblástur í hönnun hans, sérstaklega þegar ég finn back-to-the-basics þörf hjá mér (afsakið enskuslettuna); þegar ég er komin með leið á hönnuðum sem missa sig í litagleði eða eru mjög yfirdrifnir. Það er eitthvað jarðbundið við O'Brien án þess að verða leiðinlegt. Ég er sérstaklega hrifin af því hvernig hann blandar gömlu og nýju og hvernig hann stíliserar smáhluti. Ég hef þegar sýnt ykkur vinnustofu hans í risi hans á 57 Street í New York.

Ég er að fara í gegnum eitt O'Brien-tímabilið því ég er að lesa bók hans, American Modern, sem ég fékk í afmælisgjöf nú í júlí, en hún hafði verið lengi á óskalistanum. Í henni er að finna risíbúð hans í New York og sveitasetrið, sem kallast Academy því áður var það gömul skólabygging. Ég mæli með þessari bók fyrir þá sem hafa áhuga á innanhússhönnun og eru að leita eftir fallegri bók á stofuborðið sem inniheldur ekki bara myndir heldur ríkan texta líka.

mynd:
Laura Resen, úr bókinni American Modern eftir Thomas O'Brien af vefsíðu Aero Studios

miðvikudagur, 23. apríl 2014

Rýmið 61



- forstofa á heimili í Kaliforníu
- hönnuður Pamela Shamshiri

mynd:
Amy Neunsinger fyrir House Beautiful af blogginu Bliss