Sýnir færslur með efnisorðinu kofar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu kofar. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 29. apríl 2014

Rýmið 62



- stofa með hvítum veggjum, gólfborðum og viðarbitum í lofti
- endurgert sumarhúsi/kofi á Long Island frá árinu 1840
- hönnuður Tricia Foley

mynd:
William Abranowicz fyrir Elle Decor

miðvikudagur, 23. október 2013

Innlit: enskt sveitasetur



Ég veit ekki í hvaða tímariti þessi umfjöllun um sveitasetrið hans John Roger birtist, en þar sem Carol Prisant skrifar greinina var það líklega World of Interiors eða House Beautiful. Roger stjórnar antíkmunadeild Sibyl Colefax & John Fowler, sem er enskt hönnunarfyrirtæki stofnað upp úr 1930. Það fyndna er að hann starfaði sem lögmaður þegar hann einn daginn gekk inn í sýningarsal þeirra í leit að skrifborði og starfsferill hann breyttist snarlega. Þið sjáið hluta af skrifborðinu hér fyrir neðan og svo getið þið séð það í horninu á myndinni úr stofunni. Mér finnst þetta sveitasetur hans heimilislegt en um leið smekklegt - ég er lítið fyrir ofhlaðinn sveitastíl. Garðhönnunin finnst mér ákaflega falleg og ekki of formleg. Ég vildi geta sagt ykkur eitthvað meira um húsið en ég fann þessar skönnuðu myndir á netinu án viðtalsins við Roger.

Á persónulegum nótum, vegna anna á næstu vikum þá verð ég í fríi frá bloggskrifum og veit ekki alveg hvenær ég sný aftur, kannski undir lok nóvember. Ég lofa smá fréttum þegar ég kem til baka. (Ef þið notið Pinterest þá er ég þar og kem til með að pinna í kaffipásum.) À bientôt!


Elizabeth Zeschin (skannaðar) af blogginu Kitchens I Have Loved

mánudagur, 9. september 2013

Lavender í friðsælum einkagarði í West Midlands



Við eyddum síðustu viku í enskri sveit í West Midlands, nánar tiltekið í uppgerðum kofa sem tilheyrir 14. aldar sveitasetri (sjá innganginn að honum í bakgrunni myndarinnar fyrir neðan). Í einkagarði/innkeyrslu sveitasetursins mátti finna beð full af lavender og alls kyns blóm og tré. Þetta var ákaflega friðsælt og fallegt. Á meðan dvölinni stóð könnuðum við sveitirnar í kring og keyrðum líka til Warwickshire - Shakespeare's Country.


Upphaflega ætluðum við að vera í kofa norðarlega á Cotswolds-svæðinu en það gekk ekki upp og eftir á vorum við bara ánægð með það því þetta gat ekki verið fullkomnara. Við fengum dásamlegt veður, sól og blíðu, og það eina sem minnti á komu haustsins var liturinn á lavender plöntunum sem var tekinn að dofna.


myndir:
Lísa Hjalt