Sýnir færslur með efnisorðinu antík. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu antík. Sýna allar færslur

miðvikudagur, 23. október 2013

Innlit: enskt sveitasetur



Ég veit ekki í hvaða tímariti þessi umfjöllun um sveitasetrið hans John Roger birtist, en þar sem Carol Prisant skrifar greinina var það líklega World of Interiors eða House Beautiful. Roger stjórnar antíkmunadeild Sibyl Colefax & John Fowler, sem er enskt hönnunarfyrirtæki stofnað upp úr 1930. Það fyndna er að hann starfaði sem lögmaður þegar hann einn daginn gekk inn í sýningarsal þeirra í leit að skrifborði og starfsferill hann breyttist snarlega. Þið sjáið hluta af skrifborðinu hér fyrir neðan og svo getið þið séð það í horninu á myndinni úr stofunni. Mér finnst þetta sveitasetur hans heimilislegt en um leið smekklegt - ég er lítið fyrir ofhlaðinn sveitastíl. Garðhönnunin finnst mér ákaflega falleg og ekki of formleg. Ég vildi geta sagt ykkur eitthvað meira um húsið en ég fann þessar skönnuðu myndir á netinu án viðtalsins við Roger.

Á persónulegum nótum, vegna anna á næstu vikum þá verð ég í fríi frá bloggskrifum og veit ekki alveg hvenær ég sný aftur, kannski undir lok nóvember. Ég lofa smá fréttum þegar ég kem til baka. (Ef þið notið Pinterest þá er ég þar og kem til með að pinna í kaffipásum.) À bientôt!


Elizabeth Zeschin (skannaðar) af blogginu Kitchens I Have Loved

þriðjudagur, 10. september 2013

Rýmið 41



- eldhús í uppgerðu 18. aldar sveitasetri í Bordeaux í Frakklandi
- hönnuðir Michael Coorengel og Jean-Pierre Calvagrac

mynd:
William Waldron fyrir Elle Decor

miðvikudagur, 6. febrúar 2013

innlit: hlýleiki og hrár stíll í austin, texas


Sem fyrr var ég að leita að myndum á Pinterest síðunni þegar ég rak augun í myndina hér efst til vinstri og það var eitthvað við hana sem fékk mig til að staldra við, sennilega var það samspil arinsins, rauðu mottunnar og dökku húsgagnanna sem höfðaði til mín. Eins og algengt er á þessum vef þá eru margir sem setja inn myndir þar án þess að geta upprunans, sem mér persónulega finnst óþolandi, en ég fann upprunann á endanum og fleiri myndir úr sama húsi.

Húsið er í Tarrytown í Austin, Texas, það stendur við bakka Lake Austin vatnsins. Ég er meira fyrir ljósari rými en féll samt alveg fyrir hráa stílnum og hlýleikanum sem einkennir húsið. Gólfefnin finnst mér virkilega falleg, skemmtileg blanda af flísum og viðarborðum. Það sem heillar mig líka við þetta hús er að það lítur ekki út eins og bæklingur frá húsgagnaverslun, það er greinilegt að þarna býr fólk og heldur fallegt heimili.


Það er ekkert síðra utandyra og þessar snotru svalir eru mér að skapi. Ég væri alveg til í að sitja þarna eitt kvöld að spjalli í góðra vina hóp. Upp við húsið er auk þess stæði fyrir báta.


myndir:
2400 Matthews af síðunni Nicety Deco

fimmtudagur, 1. nóvember 2012

Innlit: klassískt og hlýlegt heimili í Las Vegas



Fyrir nokkrum árum ákváðu eldri hjón í Las Vegas að byggja sér nýtt heimili eftir að börnin voru farin að heiman. Þau höfðu ferðast töluvert um Ítalíu og vildu eignast hús sem minnti á ítalska villu en hefði auk þess þann hlýleika sem einkennir sveitasetur í Toscana héraði. Þau sneru sér til arkitektsins William Hablinski sem teiknaði fyrir þau húsið og um innanhússhönnun sáu Alexandra og Michael Misczynski, sem reka saman fyrirtækið Atelier AM (þið munið kannski eftir færslu minni um nýútkomna bók þeirra hjóna). Eins og sjá má á myndunum einkenna fallegir antíkmunir heimilið en það var belgíski antíksalinn Axel Vervoordt sem sá um að útvega þá. Þess má geta að málverkið á myndinni hér að ofan er eftir Willem de Kooning og í öðru herbergi er til dæmis að finna verk eftir Marc Chagall.

Það var árið 2009 þegar húsið var enn óklárað að eiginmaðurinn féll skyndilega frá. Framkvæmdir voru stöðvaðar og óljóst var með framhaldið. Það voru börnin sem síðar hvöttu móður sína til þess að klára húsið. Í fyrra flutti hún inn og Michael Misczynski lýsir því sem tilfinningaþrunginni stund. Þetta hafði jú verið draumahús þeirra hjóna og hann bætir við að andi eiginmannsins svífi yfir vötnum. Til að gera langa sögu stutta þá er konan alsæl með að hafa látið klára verkið. Húsið hefur fært henni mikla gleði og börnin og þeirra fjölskyldur eru tíðir gestir enda nóg pláss.



Smellið á tengilinn hér að neðan til þess að sjá fleiri myndir.

myndir:
Pieter Estersohn fyrir Architectural Digest, september 2012