föstudagur, 6. desember 2019

Life with Picasso eftir Françoise Gilot

Bókahönnun: Life with Picasso eftir Françoise Gilot og Carlton Lake (NYRB)


Þessari skólaönn er lokið og ég er komin í jólafrí. Í morgun horfði ég á tvo þætti af Kiljunni, las fyrstu síðurnar í Year of the Monkey, nýju bókinni hennar Patti Smith, og hlustaði á nokkur bókahlaðvörp sem ég hef ekki haft tíma fyrir síðan um miðjan október. Á næstu vikum ætla ég að njóta svona daga til fullnustu.

Þegar ég skráði mig inn síðast hafði ég hugmyndir um hvernig ég ætti að halda blogginu lifandi á meðan ég væri í námi, til dæmis með nýjum flokki um fallegar bókarkápur, en ekkert gerðist. Þetta er kápan sem ég vildi deila fyrst, ný útgáfa æviminninganna Life with Picasso (1964) eftir Françoise Gilot og Carlton Lake sem var gefin út í sumar af New York Review Books.

Kápumynd: Françoise Gilot, Self-Portrait, 1953
Bókahönnun: Katy Homans

Listaverk: Françoise Gilot, So Far, So Near, 2016, olía á striga (The Elkon Gallery)
Françoise Gilot, So Far, So Near, 2016

Árið 1943 var Gilot rétt rúmlega tvítug þegar hún kynntist Picasso, þá 61 árs. Þau giftust aldrei en samband þeirra entist í tíu ár og þau eignuðust tvö börn. Bókin verður á næsta bókalista, sem ég ætlaði að vera búin að birta, og ég mæli með henni fyrir alla sem hafa áhuga á list. Hlutar bókarinnar sem innihalda samræður hennar og Picasso um listsköpun eru unaður að lesa.

Life with Picasso
Höf. Françoise Gilot and Carlton Lake
New York Review Books
Kiljubrot, 384 blaðsíður, myndskreytt
Kaupa
Life with Picasso eftir Françoise Gilot (NYRB) · Lísa Hjalt


neðsta mynd mín, birtist á Instagram 03/07/2019 | Françoise Gilot listaverk af vefsíðu The Elkon GalleryEngin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.