laugardagur, 14. desember 2019

Sleepless Nights · Elizabeth Hardwick

Sleepless Nights eftir Elizabeth Hardwick (Faber) · Lísa Hjalt


Ég kolféll fyrir Elizabeth Hardwick við lestur ritgerðasafns sem gefið var út 2017. Ég hafði þegar sett Sleepless Nights (1979) á langar-að-lesa listann þegar forlagið Faber & Faber sendi frá sér þessa nýju útgáfu síðasta sumar. Henni er lýst svona: „a kaleidoscopic scrapbook of one woman’s memories; a collage of fiction and memoir, letters and essays, portraits and dreams, and one of the greatest New York novels of all time.“

Kápumynd: © Daido Moriyama Photo Foundation
Bókahönnun: Faber

Á sama tíma kom út hjá Faber ritgerðasafnið Seduction and Betrayal (1974), sem ég ætla að birta á bókalista síðar. Önnur bók sem hefur ratað á óskalistann minn er nýútkomið bréfasafn, í BNA, The Dolphin Letters, 1970-1979: Elizabeth Hardwick, Robert Lowell, and Their Circle (FSG, ritstj. Saskia Hamilton).

Sleepless Nights
Höf. Elizabeth Hardwick
Kiljubrot, 144 blaðsíður
ISBN: 9780571346998
Faber & Faber



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.