The Schocken Kafka Library er safn þrettán bóka eftir Franz Kafka (f. 1883) sem inniheldur skáldskap hans, bréfaskrif og dagbækur. Safnið er gefið út í nokkuð stóru kiljubroti sem er afskaplega smekklega hannað, þar sem leturgerð titlanna hefur verið aðlöguð með læsilegri rithönd Kafka. Eins og er á ég bara eina bók úr safninu, bréfin sem hann skrifaði til vina, fjölskyldu og ritstjóra, en hef bætt mörgum á óskalistann. Letters to Felice (2016) geymir rúm 500 bréf sem hann skrifaði til kærustu sinnar Felice, sem hann trúlofaðist tvisvar en giftist aldrei. Þau kynntust í ágúst 1912 heima hjá Max Brod, besta vini Kafka, og samband þeirra einkenndist af bréfaskrifum þar sem hann bjó í Prag en hún í Berlín. Brod á annars heiðurinn af því að við höfum aðgang að skrifum Kafka í dag. Kafka bað hann um að brenna allt óútgefið efni eftir dauðadag sinn en Brod neitaði. Berklar drógu Kafka til dauða þann 3. júní 1924 þegar hann var á 41. aldursári. Kafka er grafinn í Nýja kirkjugarði gyðinga í Prag.
Bókahönnun: Peter Mendelsund
Letters to Felice
Höf. Franz Kafka
Ritstjórar: Erich Heller og Jürgen Born
Þýðendur: James Stern og Elisabeth Duckworth
Kiljubrot, 624 blaðsíður
ISBN 9780805208511
Schocken Books
Höf. Franz Kafka
Ritstjórar: Erich Heller og Jürgen Born
Þýðendur: James Stern og Elisabeth Duckworth
Kiljubrot, 624 blaðsíður
ISBN 9780805208511
Schocken Books
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.