laugardagur, 23. febrúar 2019

№ 19 bókalisti: frumraun ungrar skáldkonu

№ 19 bókalisti: frumraun ungrar skáldkonu · Lísa Hjalt


Sko mig, ég náði að deila nýjum bókalista í febrúar! Ég er einkum spennt fyrir efstu bókinni á þessum, The Parisian, frumraun ungu skáldkonunnar Isabellu Hammad. Hún kemur út í vor hjá forlaginu Jonathan Cape og ég get sagt að lestur fyrstu kaflanna lofar góðu. Þá að öðrum Black History Month: frá árinu 1976 í Bandaríkjunum hefur febrúarmánuður verið tileinkaður sögu blökkumanna og ég sýni stuðning minn með If Beale Street Could Talk eftir James Baldwin. Bretar fagna þessum mánuði í október og Baldwin var líka á listanum sem ég deildi þá (№ 16). Hann er í miklu uppáhaldi. Kvikmynd leikstjórans Barry Jenkins sem byggð er á bókinni ætti ekki að hafa farið fram hjá Baldwin-aðdáendum. Hann er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir handritið og Regina King fyrir aukahlutverk. Á morgun kemur í ljós hvort þau vinna.

№ 19 bókalisti:
1  The Parisian  · Isabella Hammad
2  Orientalism  · Edward W. Said
3  If Beale Street Could Talk  · James Baldwin
4  The Ghost Writer  · Philip Roth
5  Women and Writing  · Virginia Woolf

The Parisian eftir Isabellu Hammad, frumraun höfundar (№ 19 bókalisti)
Isabella Hammad er alin upp í London og hlaut Plimpton-verðlaunin fyrir skáldskap árið 2018, fyrir smásöguna Mr. Can'aan sem birtist í The Paris Review, sem er bókmenntatímarit. Í apríl kemur út hennar fyrsta bók, sögulega skáldsagan The Parisian. Starfsfólk Jonathan Cape (Vintage) var svo elskulegt að senda mér prufueintak. Lýsingin hér á eftir er tekin úr fréttatilkynningu: „As the First World War shatters families, destroys friendships and kills lovers, a young Palestinian dreamer sets out to find himself.“ Draumóramaðurinn er hinn arabíski Midhat Kamal sem lesendur hitta á fyrstu síðu, um borð í skipi sem siglir frá Alexandríu til Marseille, þar sem hann kemur til hafnar í október 1914.

Rithöfundurinn Zadie Smith lofar The Parisian í ummælum á baksíðunni, segir bókina vera „göfuga lestrarupplifun: fíngerða, hófsama, áberandi skarpa, óvenjulega yfirvegaða og sannarlega fallega“ og bætir svo við:
It is realism in the tradition of Flaubert and Stendhal - everything that happens feels not so much imagined as ordained. That this remarkable historical epic should be the debut of a writer in her twenties seems impossible, yet it's true. Isabella Hammad is an enormous talent and her book is a wonder.

The Parisian
Höf. Isabella Hammad
Jonathan Cape
Innbundin, 576 blaðsíður
Kaupa



Síðasti bókalisti var japanskur og undanfarnar vikur hafa því eðlilega einkennst af japanskri menningu. Blómgunartími bóndarósa er ekki fyrr en í vor/sumar en ég ætla samt að slá botninn í þetta með listaverki eftir Hokusai og segja skilið við japanskar bókmenntir í bili.

Katsushika Hokusai, Kanarífugl og peonía, 1834
Katsushika Hokusai, Kanarífugl og peonía, 1834, Guimet Museum, París af WikiArt



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.