mánudagur, 10. febrúar 2014

Innlit: hvítt og náttúrulegt í Lombardia á Ítalíu



Þetta fallega heimili er í eigu þýsks hönnuðar og listakonu að nafni Katrin Arens, sem gerði það upp. Upphaflega var húsið mylluhús sem síðar var breytt í klaustur og það var svo Arens sem breytti því í heimili og vinnustofu. Húsið stendur á landareign í Lombardia á Ítalíu (stutt frá Mílanó) og eins og sést á myndunum sem teknar eru utandyra þá er náttúrufegurð allt um kring. Á ensku útgáfu bloggsins í dag var ég með innlit á sama heimili en þær myndir komu úr annarri átt og sýndu aðra vinkla (fyrir nokkrum árum póstaði ég enn öðru innliti í sama hús - sjá hér). Það er hrái stíllinn á öllu sem heillar mig - allur þessi grófi viður er svo skemmtilegur - og náttúrulegu heimilimunirnir gera heimilið enn persónulegra. Arens sjálf hannaði flest öll húsgögnin og þið getið skoðað fleiri á heimasíðu hennar.


myndir:
Jordi Canosa fyrir Habitania af blogginu French By Design

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.