fimmtudagur, 13. febrúar 2014

Chevron Grande sængurver frá AURA


Í dag í nýju bloggseríunni, náttúruleg efni ætlaði ég að leyfa ykkur að gægjast inn á mitt eigið heimili, sýna ykkur hlut sem ég eignaðist nýverið. Það er bara búið að vera svo skýjað undanfarið að ég var engan veginn sátt við birtuna í myndunum sem ég tók. Í staðinn ætla ég að sýna ykkur sængurver með chevron-mynstri frá AURA, áströlsku fyrirtæki sem sérhæfir sig í rúmfötum og annarri vefnaðarvöru fyrir heimilið.


Ef sængurver úr náttúrulegum efnum höfða til ykkar en þið viljið líka hafa vissan stíl á hlutunum, þ.e. ekki bara velja einlit ver og hlutlaus, þá ættuð þið að skoða úrvalið á vefsíðu AURA. Sængurver sem þau kalla Chevron Grande í svörtu (chevron má lýsa sem aflöngu v-laga mynstri) er faldað með sterkum svörtum borða og því er einnig hægt að snúa á rönguna og hafa alveg svart. Sængurverið er úr 55% líni og 45% bómull og eins og sést á myndinni er hliðin með chevron-mynstrinu með mildum hlutlausum tón á móti þessum svarta. Verið er einnig fáanlegt í lit sem kallast neon kóral, en ég kýs að nota hlutlausa liti í svefnherberginu.

HUGMYNDAFRÆÐI OG STEFNA AURA
Tracie Ellis er stofnandi AURA. Í hennar huga þá er ekki nóg að falleg hönnun gleðji augað heldur þarf áferð vörunnar að vera þægileg viðkomu. Hver lína frá AURA er innblásin af ferðalögum hennar um framandi menningarheima. AURA selur vörur sem eru hannaðar með siðferðilegri ábyrgð og sjálfbærni í huga. AURA-teymið vinnur náið með birgjum og samstarfsaðilum og gengur úr skugga um að starfsfólk þeirra búi við góð vinnuskilyrði, sé ekki undir aldri og að því sé sýnd virðing í starfi.

mynd:
AURA by Tracie Ellis

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.