Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég deili myndum af þessari glæsivillu í Montecito í Kaliforníu á blogginu (sjá hér) en hún er núna í eigu sjónvarpskonunnar Ellen DeGeneres og maka hennar Portia De Rossi. Þessi innlit eru að vísu ekki ný þannig að innbúið er ekki þeirra og því óþarfi að fara í smáatriði í þeim efnum. Arkitektinn John Saladino er hönnuður þessar eignar og eins og sjá má þá er hún öll hin glæsilegasta, svo ekki sé minnst á garðinn.
Þess má svo geta að þær stöllur eru tiltölulega nýbúnar að kaupa enn eina eignina í Los Angeles, svokallað Brody House sem var hannað af arkitektinum A. Quincy Jones, sem ég deili kannski síðar.
Þess má svo geta að þær stöllur eru tiltölulega nýbúnar að kaupa enn eina eignina í Los Angeles, svokallað Brody House sem var hannað af arkitektinum A. Quincy Jones, sem ég deili kannski síðar.
Kannski kannast einhverjir líka við myndina hér að neðan - dásamleg sumarstemning í henni - en ég deildi svo til alveg eins mynd í einni Eftirminnilegt sumar færslu í ágúst.
myndir:
Alexandre Bailhache fyrir House & Garden af síðunni AD DesignFile
Alexandre Bailhache fyrir House & Garden af síðunni AD DesignFile