föstudagur, 23. desember 2016

Gleðilega hátíð



Við fjölskyldan höfum það notalegt í stofunni með arineld og þriðju Hringadróttinssögu-myndina í spilaranum á meðan vindurinn blæs úti. Hér norðar blæs stormurinn Barbara en við erum á svæði með gulri viðvörun og fáum bara hressilegan vind og rigningu. Veðrið skiptir annars litlu máli fyrir okkur því nú eru jólin að ganga í garð og við erum ekki að fara neitt. Næstu daga verður það bara góður matur, lestur og svefn. Ég byrja aðfangadagsmorgun á góðu kaffi áður en ég undirbý eftirrétt kvöldins, risalamande, eða möndlugraut, sem ég ber fram með heimagerðri kirsuberjasósu ... algjört lostæti! Um hádegisbilið fáum við okkur sænskt fléttubrauð og heitt súkkulaði á meðan hangikjötið er í pottinum. Ekta julehygge.

Ég óska ykkur, kæru blogglesendur, gleðilegrar hátíðar og gæfu á árinu 2017. Ég þakka fyrir heimsóknirnar á árinu sem er að líða, athugasemdirnar og að hafa líkað við myndir á öðrum samfélagsmiðlum.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.