Ljósmyndararnir og hjónin Gerda Genis and Robbert Koene, bæði frá Suður-Afríku, létu drauminn rætast, keyptu gamalt hús í niðurníðslu á grísku eyjunni Íþöku, nánar tiltekið í sveitum Lahos, og gerðu það upp sem gisthús með svefnaðstöðu fyrir átta manns. Eins og sjá má á myndunum kusu þau náttúruleg efni og hráan stíl, steypu og stein í bland við viðarbita. Mér finnst hvítu gluggarnir, hurðirnar og loftin skapa skemmtilegt mótvægi og gefa húsinu léttleika. Eins og sjá má á myndunum sem birtust í Est Magazine er aðstaðan utandyra öll hin glæsilegasta í einfaldleika sínum.
Ég veit ekki með ykkur en ég væri nú alveg til í að eyða eins og einni viku eða svo á þessum stað.
myndir:
Robbert Koene af síðunni Est Magazine
Robbert Koene af síðunni Est Magazine
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.