þriðjudagur, 1. júlí 2014

Innlit: sveitasæla á Martha's Vineyard



Þetta fallega heimili á eyjunni Martha's Vineyard er í eigu amerískra hjóna sem fengu nóg af borgarlífinu í London og ákváðu að breyta um lífsstíl þegar þau fluttu aftur til Bandaríkjanna. Þau fengu arkitektinn Mark Hutker til að hanna fyrir sig hús og hlöðu og sneru sér að lífrænum búskap. Eins og sjá má þá er heimilið hlýlegt, prýtt hlutlausum tónum og stíllinn einfaldur. Hráir viðarbitar í loftum eru skemmtilegt mótvægi við nútímalegar innréttingar og stórir gluggar hleypa inn náttúrulegri birtu.

Mér finnst alltaf svolítið skemmtileg útfærsla að vera með skrifborð fyrir aftan sófa í stofum, ef nægilegt rými er fyrir hendi. Mér finnst líka eldhúsbekkurinn upp við gluggann, sem einnig er nýttur sem geymslurými, ákaflega skemmtileg lausn. Það sést ekki mjög vel á myndinni en mér sýnist glugginn í svefnherberginu vera notaður sem leskrókur.


myndir:
Nikolas Koenig fyrir Architectural Digest

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.