mánudagur, 29. apríl 2013

sólskáli í Gravenwezel kastalanum

Ég var með ákveðinn póst í huga fyrir daginn í dag en þegar ég rakst á myndina hér að ofan á netinu þá varð ég að deila henni. Þessi sólskáli tilheyrir Gravenwezel kastalanum sem er rétt fyrir utan Antwerpen, sem var jú okkar heimaborg í um tvö ár. Kastalinn er í eigu belgíska listmuna- og antíksalans Axel Vervoordt. Hann er með aðsetur í kastalanum og notar hann undir alls kyns sýningar og tvisvar sinnum á ári opnar hann dyrnar fyrir almenningi. Nú dauðsé ég eftir því að hafa ekki notað tækifærið til að kíkja þegar ég bjó í Antwerpen, en ég get bætt úr því síðar.

Þessi kastali er ævaforn. Það er ekki vitað hver byggði hann en ég hef séð heimildir sem vísa aftur til 13. aldar. Á 18. öld voru gerðar heilmiklar umbætur á kastalanum sem þá var í eigu fjölskyldu sem kallaðist Van Susteren. Það var einmitt þá sem sólskálinn var byggður.

Hér er mynd af sjálfum kastalanum og þið getið séð fleiri myndir með því að opna síðari tengilinn hér að neðan.

myndir:
1: Sebastian Schutyser af blogginu The Caledonian Mining Expedition Company / 2: Architecture and Interior Design


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.