fimmtudagur, 20. ágúst 2020

Strange Flowers · Donal Ryan

Kápumynd: Strange Flowers e. Donal Ryan (Doubleday)


Ég hef beðið í rúma tvo mánuði eftir því að deila þessari bókarkápu með ykkur sem mér finnst einstaklega falleg og haustleg, en það gera litatónarnir. Strange Flowers er nýjasta skáldsaga írska rithöfundarins Donal Ryans. Enginn bannaði mér að deila kápunni fyrr; það var bara ég sem vildi bíða eftir útgáfudeginum. Sagan byrjar árið 1973 þegar hin tvítuga Moll Gladney tekur strætó að morgni dags og hverfur. Eftir fimm ár snýr hún til baka, ekki einsömul, sem breytir lífi fjölskyldu hennar að eilífu. Ég hef einungis lesið eina bók eftir Ryan og ætla að bæta úr því í framtíðinni. Mér líkar ritstíll hans. Ég hef minnst á það áður að ég er hrifin af írskum rithöfundum.

Kápumynd: Owen Gent

Strange Flowers
Höf. Donal Ryan
Innbundin, 240 blaðsíður
ISBN: 9781784163044
Doubleday



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.