miðvikudagur, 19. september 2012

austurlandahraðlestin


Fyrr í dag var ég að pinna þegar ég rakst á efstu myndina sem er tekin um borð í einhverri
„Austurlandahraðlestinni.“ Flökkukindin innra með mér veðraðist öll upp og ég sá mig svo fyrir
mér rölta eftir brautarpallinum með glæsilegar Louis Vuitton töskur á leið í einhverja dásamlega
ferð - með fulla vasa af gulli, hvað annað! Það vill svo til að fyrr á þessu ári las ég aftur
Austurlandahraðlestina eftir Agatha Christie þannig að ég var auðvitað byrjuð að sjá fyrir mér
allar sögupersónurnar um borð og hinn belgíska Hercule Poirot rannsaka morð til þess að gera
þessa ferð enn þá meira spennandi.

Þessi saklausa mynd var sem sagt það eina sem þurfti til þess að koma dagdraumunum yfir
á næsta stig!

myndir:
af vefsíðu Orient-Express Hotels Ltd.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.