fimmtudagur, 24. nóvember 2016

Aðventan undirbúin með Persakisu



Fyrst langar mig að óska amerískum lesendum gleðilegrar þakkargjörðarhátíðar! Ég vona að þið njótið ánægjulegrar stundar með ykkar nánustu. Við höldum jú ekki upp á þennan dag en ég verð að viðurkenna að í morgun sá ég svolítið eftir því að hafa ekki ákveðið að hafa veislumat í kvöld. Það hefði verið dásamlegt að setjast niður með borðið uppdekkað. Til allrar lukku eru jólin að koma og ekki langt að bíða til jóladags, en þá borðum við kalkúna. Þegar ég kom heim í dag tók ég ýmsa hluti út úr skápunum sem við þurfum fyrir fyrsta aðventubrönsjinn okkar og fór með þá upp til að sortera. Mætti þá Persakisan okkar á svæðið.

Forvitin horfði hún á mig velja það sem þarf til að skreyta borðið. Ég ætlaði að strauja línið þegar ég hugsaði, Af hverju ekki að taka mynd fyrir bloggið? Þegar ég hafði fest þennan fugl á greinina setti ég þrífótinn upp, stillti vélina og tók eina prufumynd. Skyndilega birtist hún í rammanum. Ég hefði átt að vita það, sérstaklega þar sem hún er í eðli sínu prakkari. En það var samt ágætt að hún ákvað að troða sér inn í myndirnar. Það gerði myndatökuna skemmtilegri og fuglinn komst óskaddaður frá þessu. Hann sneri bara á hvolfi.

Aðventan undirbúin með Persakisuprakkara

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.