þriðjudagur, 29. nóvember 2016

Kaffistund í kyrrð

Kaffistund · Lísa Hjalt


Í dag þurfti ég á kaffistund í kyrrð að halda með bókum og minnisbókum. Um leið og ég hafði tekið ljósmyndina kom persneski prinsinn minn niður og sofnaði á borðinu, upp við bókastaflann. Hann hrýtur núna. Líður einhverjum öðrum en mér þannig að síðustu daga hafi þeir orðið fyrir auglýsingavæddri sprengjuárás? Ég er að tala um endalaust magn af „Black Friday“ og „Cyber Monday“ tölvupóstum í pósthólfinu, oft fleiri en einn frá sama fyrirtækinu á innan við sólarhring. Nú er nóg komið! Í morgun smellti ég miskunnarlaust á „segja upp áskrift“-hnappinn og hélt bara inni fréttabréfum sem tengjast bókum og textíl.

Sáuð þið Little Women teikninguna á Google í dag? Rithöfundurinn Louisa May Alcott fæddist á þessum degi, einnig C.S. Lewis. Ég hef hugsað um kvikmyndina (1994) í allan dag. Winona Ryder smellpassaði í hlutverk Jo March og ég hef alltaf verið svolítið skotin í Gabriel Byrne sem lék prófessor Bhaer. Það eru mörg ár síðan ég las bókina. Ef ég eignaðist innbundna Penguin-útgáfu myndi ég lesa hana aftur. Talandi um bækur. Fljótlega ætla ég að birta ritdóm minn um Avid Reader: A Life eftir ritstjórann Robert Gottlieb. Bókin var sú síðasta á „Booktober“ bókalistanum mínum og ég lauk henni á undan öllum hinum. Það ætti að gefa til kynna hversu mikið ég naut þess að lesa æviminningar hans.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.