miðvikudagur, 22. júní 2016

Bækur um hönnun | Að ganga úr eða vera áfram?

Bækur um hönnun · Lísa Hjalt


Já, ég er að vísa til „Brexit“ í titlinum. Á morgun gengur breskur almenningur til þjóðaratkvæðagreislu um veruna í ESB og loksins lýkur þá þessari umræðu! Það er ekki hægt að kveikja á fréttum eða fara eitt né neitt án þess að á manni dynji „ganga úr eða vera áfram“, og þannig hefur þetta verið í margar vikur. Ég efast um að ég höndlaði einn dag til viðbótar af þessu (það hefur rignt í nokkra daga sem gæti líka skýrt takmarkaða þolinmæði mína). Einn tiltekinn pólitíkus kvartaði í ræðu yfir evrópskum vegabréfum og að „við værum að drekka franskt vín“. Ég hugsaði með mér, Já, þarna er komin góð og gild ástæða til að segja sig úr, þá loks fara Bretar að velja breskt vín með fisknum & frönskunum og Yorkshire-búðingnum! Ég er annars í áfram-liðinu (hér í Skotlandi er fólk yfirleitt Evrópusinnað) en tek ekki þátt í þessari umræðu þar sem ég hef ekki kosningarétt. Ég hef aftur á móti rétt á því að vera kaldhæðin.

Eigum við ekki bara að tala um bækur?
Bækur um hönnun · Lísa Hjalt


Mig langaði að deila með ykkur nokkrum hönnunarbókum sem ég hafa vakið eftirtekt mína; annaðhvort nýkomnar út eða koma út síðar á árinu. Ég bætti athugasemdum við hverja.


· Casa Mexico: At Home in Merida and the Yuctan eftir Annie Kelly. Þessi guðdómlega bók er næst á innkaupalistanum; á vefsíðu Rizzoli má fletta nokkrum síðum í bókinni.
· Past Perfect: Richard Shapiro Houses and Gardens eftir Richard Shapiro og Mayer Rus. Ég hef deilt hönnun Shapiro á Tumblr-síðunni og verönd hans á enska blogginu.
· Beautiful: All-American Decorating and Timeless Style eftir Mark D. Sikes. Við höfum kíkt inn í stofuna hans og á ensku síðunni deildi ég innliti á heimili hans í Hollywood Hills.
· Would You Like to See the House: Unapologetic Interiors eftir Lorraine Kirke. Bóheminn hið innra vill eignast þessa.
· Alberto Pinto: Signature Interiors eftir Anne Bony. Á ensku síðunni sáum við málverk eftir Valdés í vinnustofu Pinto.
· Decorative Textiles from Arab and Islamic Cultures: Selections from the Al Lulwa Collection. Fylgist með hér á blogginu því ég mun birta ritdóm minn um þessa bók innan tíðar.

Bækur um hönnun · Lísa Hjalt


Ég hef takmarkaðan áhuga á fótbolta og fylgist aðeins með Heimsmeistaramótinu á fjögurra ára fresti og búið. En ég get nú ekki annað en glaðst yfir fréttum dagsins, að íslenska liðið sé komið áfram í 16-liða úrslit á Evrópumótinu. Hver hefði trúað þessu?!



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.