föstudagur, 31. október 2014Það stóð nú alltaf til að tilkynna að ég væri á leiðinni í stutt bloggfrí fram í næstu viku vegna haustfrís í skólum barnanna, en það fór svo að ég tilkynnti það bara á ensku útgáfunni. Undanfarnar vikur hafa leitað á mig hugmyndir að breytingu á bloggunum og núna í fríinu hafa þær orðið skýrari og eiginlega ekki látið mig í friði. Án þess að fara nánar út í þær hér þá ætla ég að gera hlé á íslensku útgáfu bloggins fram yfir áramótin og nota frekar tímann til að leika mér aðeins með þessar hugmyndir mínar. Ég mæti aftur til leiks á ensku útgáfunni á miðvikudaginn í næstu viku.

Gleðilega hrekkjavöku!