þriðjudagur, 21. janúar 2014

augnablikið 11



Ég er í hvítu og bláu skapi í dag (ég póstaði fallega stíliseruðum myndaþætti á ensku útgáfu bloggsins sem sýnir m.a. dekkað borð; hvítt leirtau með bláu mynstri, sem heillar mig alltaf). Það vill svo til að ég er á leið út í skóla sonarins að fylgjast með fiðlutíma og því var þessi mynd kjörin á bloggið í dag (er selló ekki næsti bær við fiðlu?). Hann byrjaði að læra á fiðlu í skólanum þegar við fluttum til Englands og ég hélt að hljóðin myndu kannski æra okkur öll, en það fer nákvæmlega ekkert í taugarnar á okkur þegar hann tekur upp hljóðfærið og æfir sig. Meira að segja systur hans kvarta ekki!

mynd:
Mario Testino fyrir Vogue US, maí 2005 | fyrirsæta: Gemma Ward í ,Hot Town' | stílisering: Tonne Goodman af blogginu Books and Art

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.