Minn persónulegi stíll er meira í takt við það sem sést í skandinavískri hönnun í bland við hráan stíl, en hluti af mér er svolítið veikur fyrir glæsilegum sveitasetrum eins og þessu franska 17. aldar húsi í Normandie-héraði. Húsið var í niðurníðslu þegar innanhússhönnuðurinn Charles Spada var ráðinn til að bjarga því. Þessar myndir eru hluti af þeim sem birtust í grein í tímaritinu Veranda fyrir tveimur árum síðan en ef þið hafið áhuga þá fann ég aðrar myndir sem sýna endurbyggingu hússins.
myndir:
Alexandre Bailhache fyrir Veranda, jan/feb 2012 af blogginu {this is glamorous}
Alexandre Bailhache fyrir Veranda, jan/feb 2012 af blogginu {this is glamorous}