fimmtudagur, 30. janúar 2014

augnablikið 12



Ég hélt að við slyppum við veturinn en þegar ég fór út í morgun þá var frekar kalt og stuttu síðar féllu snjókorn til jarðar. Snjór sem ég kýs að kalla jólasnjó. Það minnti mig á þessa mynd í möppunum mínum. Börnin mín og eiginmaður eru miklir aðdáendur Múmínálfanna og um tíma höfðu þau það sem reglu að horfa saman á einn þátt fyrir svefninn. Það var þeirra gæðatími saman - heilög stund. Þessi mynd er tekin í Múmínálfa-skemmtigarðinum í Naantali í Finnlandi, rétt fyrir utan Turku. Ég held að það gæti verið ævintýralegt ferðalag að skella sér þangað með börn, sérstaklega ef þau eru aðdáendur Múmínálfanna.

mynd:
Miki K. (500px)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.