Ég var að fá í hendurnar svo fallega bók með nútímalegum sveitasetrum, sem ég ætla að segja ykkur frá síðar, og varð eiginlega að kafa aðeins ofan í möppurnar mínar í leit að nútímalegum rómantískum stíl. Þetta hús á Spáni finnst mér fallegt og hlýlegt; rómantíski stíllinn er ekki yfirgnæfandi eða of væminn eins og oft vill verða. Ég er svolítið skotin í flísunum á gólfinu þó ég myndi ekki nota þær sjálf á svona stóran flöt.
Ég man ekki eftir að hafa farið í gegnum grænt innanhússtímabil í lífinu en ég hef alltaf verið hrifin af flöskugrænum vösum og stórum grænum glervösum. En að blanda þessu saman við hvítt hefur mér hingað til þótt full Breiðablikslegt (ég vona að ég móðgi engan með þessari samlíkingu). Ég held að þessi litasamsetning gangi upp hér vegna þess að hún er brotin upp með náttúrulegum mottum ásamt munum úr basti, og húsgögnin eru ekki öll eins heldur hafa þau mismunandi áferð og ljósa/hvíta og jafnvel gráa tóna. Það er sennilega trikkið.
Ég man ekki eftir að hafa farið í gegnum grænt innanhússtímabil í lífinu en ég hef alltaf verið hrifin af flöskugrænum vösum og stórum grænum glervösum. En að blanda þessu saman við hvítt hefur mér hingað til þótt full Breiðablikslegt (ég vona að ég móðgi engan með þessari samlíkingu). Ég held að þessi litasamsetning gangi upp hér vegna þess að hún er brotin upp með náttúrulegum mottum ásamt munum úr basti, og húsgögnin eru ekki öll eins heldur hafa þau mismunandi áferð og ljósa/hvíta og jafnvel gráa tóna. Það er sennilega trikkið.
myndir:
El Mueble
El Mueble
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.