fimmtudagur, 22. nóvember 2012

kaffi & lestur


Fyrir utan bardagahljóðin í sjö ára syninum sem berast frá efri hæðinni þá er ákaflega notalegt í kotinu núna. Skólinn er búinn snemma hjá krökkunum á fimmtudögum þannig að við erum búin að gera allt sem þarf að gera, erum komin í þægilegu fötin og búin að skella í brauð. Á meðan það bakast gæðum við okkur á mandarínum - og kaffi fyrir mig - og ýmist lesum eða horfum á mynd.

Nýjustu tímaritin í staflanum eru Travel + Leisure, þýska Vogue og franska Art & Décoration. Það er góður skammtur. Bækurnar eru nokkrar. Ég er nýbyrjuð að lesa Gielgud's Letters sem er samansafn bréfa sem breski leikarinn John Gielgud (1904-2000) skrifaði um ævina. Þetta er ágætis doðrantur, vel yfir 500 síður. Ég tók svo á bókasafninu um daginn kvikmyndina Tinker Tailor Soldier Spy (2011) með Gary Oldman og fleiri frábærum leikurum. Ég skelli henni vonandi í tækið í kvöld.

Ég veit að þeir sem fylgjast með þessu bloggi eru kannski ekki þeir allra duglegustu að skrifa ummæli við færslurnar en mér finnst alltaf gaman að heyra hvað fólk er að lesa.


myndir:
Lísa Hjalt

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.