Þetta telst nú varla til uppskrifta en ég var að setja inn á matarbloggið mína blöndu af heitu súkkulaði með heimagerðum vanillusykri, sem er ansi vinsælt á þessu heimili. Það er nú enginn vetur í Luxembourg enn þá en það er jú kaldara úti og gott að ylja sér með eins og einum bolla. Á virkum dögum notum við yfirleitt engan rjóma út í heldur berum súkkulaðið fram með nýbökuðu brauði. En um helgar förum við alla leið, notum rjóma eða lífrænan vanilluís og bökum helst eplaköku líka.
mynd:
Lísa Hjalt
mynd:
Lísa Hjalt
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.