Kannski hafið þið nú þegar séð þessar myndir á enska blogginu í dag en eiginmaðurinn hannaði þetta fallega borð sem er hluti af garðhúsgagnalínu sem hann er að hanna og smíða sjálfur í frístundum (ég kem með hugmyndir inn á milli og veiti andlegan stuðning). Línan heitir Scandinavia og þetta er fyrsti hluturinn sem er tilbúinn. Við fórum með borðið út í garð í gær og lékum okkur að mynda það í sólinni. Núna er það á svölunum hjá okkur og nýtur sín vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.