fimmtudagur, 22. ágúst 2013

tískuþátturinn: Sonia Rykiel haust 2013


Ég var inni í borg áðan með syninum og þegar ég rölti fram hjá Sonia Rykiel búðinni þá mundi ég eftir auglýsingaherferð haustsins sem heiðrar verk Bernard Villemot og Raymond Savignac, sem voru báðir franskir og þekktir grafískir hönnuðir. Þetta er fyrsta auglýsingaherferðin sem sýnir hönnun Geraldo da Conceicao en hann var ráðinn til tískuhússins í fyrra og sýndi fyrstu línuna sína á tískuvikunni í París í mars síðastliðnum.

Þetta gerist varla franskara.

myndir:
Mert & Marcus fyrir Sonia Rykiel haust 2013 auglýsingaherferð af síðunni Fashion Gone Rogue | módel: Sam Rollinson, stílisering: Marie Chaix

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.