fimmtudagur, 7. apríl 2016

Óvænt gjöf: gjafabox frá Green & Black's



Ég sat hérna við skrifborðið á þriðjudaginn að undirbúa aðra bloggfærslu þegar dyrabjallan hringdi og það reyndist vera sending til mín. Ég kom af fjöllum; átti ekki von á neinum pakka. Ég opnaði kassann og í honum reyndist vera gjafabox með lífrænu súkkulaði frá Green & Black's og flaska af lífrænu rauðvíni. Enn var ég engu nær og hafði ekki hugmynd um hvaðan þetta kom þar til ég fann merkispjald. Þetta var óvænt gjöf frá Sigrúnu vinkonu. (Þið þekkið hana sem CafeSigrun ef þið notið síðuna hennar, eða kannist við fyrstu uppskriftabókina hennar sem kom út á Íslandi í fyrra.) Þetta var svo dásamlega óvænt gjöf sem heldur betur lífgaði upp á daginn.

Við erum þegar byrjuð að gæða okkur á súkkulaðinu en rauðvínið verður með föstudagspizzunum á morgun.





Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.