miðvikudagur, 3. apríl 2013

Rýmið 27

Rúmföt frá Becquet · Lísa Hjalt


Rými dagsins er ekki beint alvöru rými heldur stílisering fyrir franska fyrirtækið Becquet sem sérhæfir sig í hvers kyns vefnaðarvöru fyrir heimilið. Mér finnst gaman að raða saman litum með þessum hætti þar sem ég fékk á einhverjum punkti leið á rúmfötum með mynstri. Fyrir töluverðu síðan sá ég svo falleg rúmföt í bleiku úr bómull en liturinn var töluvert ljósari en þessi á myndinni. Þegar ég fór aftur á stjá til að kaupa þau þá voru þau búin - týpískt. Ég keypti tvo aðra liti í staðinn, kremaðan og grábrúnan, og bætti svo við hvítum koddaverum og þessi blanda af litum kemur svo vel út.

Ég þarf fljótlega að fara aftur á stjá því núna fer að líða að því að við tökum sumarsængurnar í notkun og þær eru eilítið breiðari. Ég á falleg ljósgrá ver á þær og langar að bæta við öðrum lit til að brjóta þetta aðeins upp eins og ég gerði í vetur.

mynd:
af síðunni Maison & Déco

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.