þriðjudagur, 16. júní 2015

Heltekin af strandarstílÉg er heltekin af strandarstíl. Í allan dag hefur hugurinn reikað á ströndina og mig langar bara að finna sand á milli tánna og dýfa þeim í sjóinn. Þetta byrjaði þegar eiginmaðurinn sendi mér mynd frá þeim stað sem hann dvelur á í augnablikinu. Hann er fjarverandi vegna vinnu og gistir í einum af þessum litlu bæjum sem eru með strönd og bátahöfn. Á morgun, á þjóðhátíðardaginn, eigum við brúðkaupsafmæli (17 ár) og ef börnin væru ekki enn í skólanum þá hefðum við getað verið þar með honum og fagnað. Kannski einn daginn.

Sem sárabót með lattebollanum í morgun keypti ég júlítölublað Country Living UK, en það vill svo til að það er stútfullt af strandarstíl. Það var einn ljósmyndaþáttur sem fangaði athygli mína, Shades of the Shoreline, sem er fallega stíliseraður af Hester Page og ljósmyndaður af Catherine Gratwicke. Ef ég ætti strandarhús þá væri þetta horn með veðraða skrifborðinu í því. Ég er að hugsa um að apa eftir hluta af stíliseringunni í forstofunni í sumar. Ég er með hvítt borð þar og ég þyrfti bara að verða mér út um skeljar og grænar glervörur. Ég sá einmitt grænar glerflöskur og -krukkur í búð um daginn.Það er hellingur af öðrum áhugaverðum ljósmyndaþáttum og greinum í tímaritinu og ein fjallar um eyjuna Guernsey og endar með þessu sæta myndskreytta korti hér að neðan (elska svona kort!). Eftir að hafa lesið bókina The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society eftir Mary Ann Shaffer (sjá þessa færslu) hefur það verið draumur minn og æskuvinkonu minnar að ferðast þangað saman.


Undanfarið hef ég verið með nett æði fyrir laufblöðum bananatrjáa og í umfjölluninni las ég að Seigneur Peter de Sausmarez sem á Sausmarez Manor-setrið í St. Martin "umbreytti fimm ökrum af skóglendi í suðræna paradís þar sem bambus- og bananatré standa meðfram göngustígum, þar sem má finna meira en 300 kamellíu-runna og fullkominn skúlptúrgarð" (bls. 64). Annar staður sem ég myndi vilja skoða er Hauteville-húsið, með Victor Hugo-garðinum, þar sem rithöfundurinn bjó þegar hann var í útlegð á eyjunni frá 1856 til 1870.

Gleðilegan þjóðhátíðardag á morgun!


myndir mínar | heimild: Country Living UK, júlí 2015, Shades of the Shoreline, bls. 92-98 · Catherine Gratwicke · stílisering: Hester Page

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.