mánudagur, 11. janúar 2016

Bækur og Bowie



Ég vona að nýja árið leiki við ykkur! Eins og ég naut þess að eiga náðuga daga yfir hátíðarnar þá er ég vel sátt við hina daglegu rútínu. Þið hafið kannski tekið eftir því á Instagram að ég fékk bók um jólin sem ég hef varla getað slitið mig frá, Textiles of the Islamic World eftir John Gillow. Ég ætla að segja ykkur frá henni síðar en ef þið hafið áhuga á textílhönnun þá veldur þessi ekki vonbrigðum. Mótífin og smáatriðin eru heillandi. Ég endurlas líka Hobbitann eftir Tolkien bara mér til gamans og er að lesa aftur War and Peace, eða Stríð og frið eins og hin klassíska skáldsaga eftir Tolstoy kallast á íslensku. Ég kenni nýrri þáttaröð á BBC um það. Eftir fyrsta þáttinn varð ég að taka bókina upp aftur. (Fyrir ykkur sem hafið ekki aðgang að þáttaröðinni þá er hægt að panta BBC's War & Peace (2015) fyrirfram.)

Mig grunar að mörg ykkar hafið hlustað töluvert á David Bowie í dag - megi hann hvíla í friði! Það er erfitt að velja uppáhaldslagið en Heroes og Space Oddity koma sterk inn. Þau ykkar sem ólust upp með lögum Bowie eigið örugglega eins og eina minningu. Einn af bræðrum mínum málaði 'Bowie' með stærðarinnar hástöfum á einn vegginn í herberginu sínu, í svörtu. Ef ekki var dregið fyrir gluggatjöldin þá gátu gangandi vegfarandur sem litu upp séð dýrðina. Þetta þýddi náttúrlega að ég átti svalasta stóra bróður á jarðríki!

Now it's time to leave the capsule
if you dare
...
I'm stepping through the door
And I'm floating
in a most peculiar way
And the stars look very different today

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.