laugardagur, 17. júní 2017

The Tale of Genji í þýðingu Seidensticker | 17. júní

The Tale of Genji í þýðingu Seidensticker · Lísa Hjalt


„In a certain reign there was a lady not of the first rank whom the emperor loved more than any of the others.“ Svo hefst The Tale of Genji sem japanska hirðdaman Murasaki Shikibu ritaði í upphafi 11. aldar (Heian-tímabilið). Tvær þýðingar á verkinu var að finna á № 9 bókalistanum mínum, þeim með japönskum bókmenntum eingöngu - ég átti eftir að ákveða hvora ég kæmi til með að lesa. Ég var svo heppin að eignast ólesið, notað eintak af þýðingu Edward G. Seidensticker, sem Everyman's Library gaf út. Það er ekki einu sinni búið að draga út borðann eða áfasta bókamerkið.

Ég hef næstum því klárað að lesa öll verkin á bókalistanum þannig að ég deili líklega öðrum fljótlega. Mér líkar að lesa nokkrar bækur í einu og þar sem The Tale of Genji er 1184 blaðsíður finnst mér líklegt að ég lesi fyrstu 250 síðurnar og eftir það einn til tvo kafla daglega meðfram öðrum bókum þar til ég klára. Svo má vel vera að ég sökkvi mér alveg ofan í bókina.


Að lokum óska ég ykkur gleðilegrar þjóðhátíðar. Á vesturströnd Skotlands er sólríkur sumardagur og við hjónin fögnum 19 ára brúðkaupsafmæli.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.