föstudagur, 5. mars 2021

Fierce Poise: Helen Frankenthaler and 1950s New York · Alexander Nemerov

Kápa ævisögunnar Fierce Poise: Helen Frankenthaler and 1950s New York eftir Alexander Nemerov (Penguin)


Síðar í mars sendir Penguin frá sér bókina Fierce Poise: Helen Frankenthaler and 1950s New York eftir listfræðinginn Alexander Nemerov. Þetta er ævisaga í styttri kantinum um afmarkað tímabil í lífi listakonunnar. Áhugafólk um abstrakt expressjónisma gæti kannast við kápumyndina, sem tekin var fyrir tímaritið Life og sýnir Frankenthaler sitjandi á máluðum striga í vinnustofu sinni á West End Avenue í New York. Frankenthaler, sem á 6. áratugnum skapaði sér nafn í amerískum listheimi eftirstríðsáranna, var ein merkasta listakona Bandaríkjanna á 20. öld og hafði mikil áhrif á samtímalist.

Það vill svo til að ég er enn að lesa Ninth Street Women (sjá № 25 bókalista) sem fjallar um feril Frankenthaler og stallsystra hennar Lee Krasner, Elaine de Kooning, Grace Hartigan og Joan Mitchell. Höfundur þeirrar bókar, Mary Gabriel, lætur hafa eftir sér jákvæð orð um þessa nýju bók Nemerovs og segir að ljóðrænar lýsingar hans megi lesa „eins og málverk eftir Helen“.

Kápumynd: Gordon Parks, 1957

Fierce Poise: Helen Frankenthaler and 1950s New York
Höf. Alexander Nemerov
Innbundin, 288 blaðsíður
ISBN: 9780525560203
Penguin PressEngin ummæli:

Skrifa ummæli

Ummæli birtast á blogginu eftir samþykkt. Ummæli með sölutenglum eru tilkynnt og síðan er þeim eytt.